SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR – ÁVARP FRAMKVÆMDASTJÓRANS Á ALÞJÓÐA DEGI SJÁLFBOÐALIÐA, 5. Desember 2006

Á hverjum degi sýna milljónir sjálfboðaliða og sanna að þrátt fyrir  fátækt og hatur og sinnuleysi og öll torleyst vandamál heimsins, þá geta einstaklingar breytt heiminum til batnaðar.

Í smáu jafnt sem stóru hafa sjálfboðaliðar breytt samfélögum sínum og heiminum öllum. Og á þessum tímum þar sem vandamál virða ekki landamæri, hvort heldur sem er, HIV/Alnæmi, alþjóðlegt mansal eða smygl, eru sjálfboðaliðar svar grasrótarinnar við brýnustu vandamálum mannkynsins.

Í dag blasir ekkert brýnna verkefni við en að uppfylla Þúsaldarmarkmiðin á áætlun. Heimurinn býr yfir nægum auð og hugsjónum til að kasta fátækt á öskuhauga sögunnar, uppræta hungur og .tryggja öllum jarðarbúum þróun. Samt sem áður hefur árangur verið mismunandi jafnt innan sem á milli landa. Starf sjálfboðaliða getur riðið baggamuninn í að brúa bilið milli orða og æðis og verið mikilvæg viðbót við aðgerðir einsakra ríkja og alþjóðasamfélagsins til að framylgja markmiðunum.
Í sjálfboðaliðastarfinu felst umbun í sjálfu sér. En Alþjóðadagur sjálfboðaliða er líka tækifæri til að minna alla þá sem vinna af óeigingirni við að bæta heiminn, að starf þeirra er metið að verðleikum. Ég vil nota tækifærið á þessum síðasta Alþjóðadegi sjálfboðaliða sem ég gegni starfi framkvæmdastjóra, til að færa öllum þeim körlum og konum sem deila hæfileikum sínum og kunnáttu með heiminum innilegar þakkir og láta í ljós þá von að margir fylgi í kjölfar þeirra.

Kofi A. Annan