Við erum skelfingu lostnir yfir eftirköstum birtingar móðgandi skopteikninga um Múhameð spámann fyrir nokkrum mánuðum og endurbirtingu þeirra í sumum evrópskum dagblöðum og ofbeldisverkum sem framin hafa verið sem andsvar við þeim.
Allir einstaklingar og samfélög sem skilja tilfinningar djúprar trúarsannfæringar, deila þeirri angist sem múslimar um heim allan finna fyrir. Öll samfélög ættu að sýna tillit og ábyrgð þegar fjallað er um málefni sem eru fylgjendum tiltekinnar trúar kær, hvort sem menn deila þeirri trú eða ekki
Við styðjum málfrelsi fyllilega. En við skiljum særindi og almenna hneykslan í samfélagi múslima. Við teljum að tjáningarfrelsi fylgi ábyrgð og tillitssemi og að virða skuli trú og skoðanir allra trúarbragða.
En við teljum líka að nýleg ofbeldisverk gangi lengra en friðsamleg mótmæli mega gera . Sérstaklega fordæmum við harðlega árásir á sendiskrifstofur í Damaskus, Beirút og víðar.
Árásir á líf og eignir geta einungis eyðilagt orstír hins friðsamlega Íslams. Við hvetjum yfirvöld í öllum ríkjum til að vernda sendiskrifstofur og erlenda borgara fyrir ólöglegum árásum.
Þessir atburðir gera þörfina fyrir endurvöktum samræðum innan og á milli mismunandi trúarhópa brýnni en ella. Við hvetjum þá til þess að boða stillingu og ró í nafni vináttu og gagnkvæmrar virðingar.
Kofi A. Annan
Ekmeleddin Ihsanoglu
Javier Solana
7 February 2006