26.október 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur fagnað tilkynningu um að sett verði á stofn safn um Sameinuðu þjóðirnar í Kaupmannahöfn.
Heiti þess er „Safn í þágu Sameinuðu þjóðanna – SÞ í beinni” og er meiningin að það verði alheimssafn. Áhersla er á gagnvirkni og að virkja fólk varðandi starf og gildi Sameinuðu þjóðanna í krafti netsins og tengslum við sýningar um víða veröld.
Í yfirlýsingu sinni segir Ban Ki-moon að hann kunni að meta stuðning fjölmargra aðila, þar á meðal dönsku ríkisstjórnarinnar við þetta verkefni sem muni stuðla að því að Sameinuðu þjóðirnar og starf þeirra verði aðgengilegra.
„Aðalframkvæmdastjórinn hlakkar til samvinnu Sameinuðu þjóðanna og safnsins í viðleitni til þess að auk vitund og efla stuðning við Sjálfbæru þróunarmarkmiðin og viðleitni okkar við að skapa betra sameiginlega framtíð fyrir alla,“ segir Ban í yfirlýsingunni.
Fjármögnun safnsins er þó ekki lokið og engin ákvörðun hefur verið tekin um hvar safnið rýs innan borgarmarka Kaupmannahafnar, þótt fríhafnarsvæðið eða nágrenni höfuðstöðva Sameinuðu þjóðanna í borginni, hafi verið nefnd.
Fjölmargar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa skrifstofur í Kaupmannahöfn og höfðustöðvar einnar, UNOPS, sem sér um útboð verkefna, eru í borginni.
Vonir standa til að ein milljón manna heimsæki safnið á ári, að sögn Frank Jensen, borgarstjóra Kaupmannahafnar.
Mynd: UN City, höfðustöðvar SÞ í Kaupmannahöfn, séðar frá hafi. Mynd: UN City.