Níu ára gömul rússnesk stúlka frá Síberíu sigraði meir en tvær milljónir keppinauta í árlegri alþjóðlegri myndakeppni um umhvefismál.
Ludmila Balovneva er alin upp í Síberíu og segist alltaf hafa verið í nánum tengslum við náttúruna. “Ég málaði eina glaða jörð og aðra dapra. Ég vil
Ludmila var í hópi tveggja milljóna og fjögur hundruð þúsund þátttakenda í 18. Alþóðlegu myndlistarkeppni barna í umhvefismálum. Börn á aldrinum sex til fjórtán ára höfðu þátttökurétt.
Eesha Chavan, 14 ára varð í öðru sæti í alþjóðlegu keppninni. Alice Fuzi Wang, 12 vann fyrstu verðlaun í Norður-Ameríku; Li Pik Hei, 13 ára sigraði í Asíu; Renzo Marsino, 14 ára í Suður-Ameríku; Ryan D’almeida, 14 ára í Vestur-Asíu; Ramy Gamal Abd El Hamed Abd El Razik, 13 ára vann Afríkuverðlaunin og Patricia Isabel Jesus Santos, Evrópuverðlaunin.
Þessari árlegu keppni var hleypt af stokkunum árið 1991 og er samvinnuverkefni Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Foundation for Global Peace and Environment, Bayer and Nikon Corporation í Japan.
Þemað í ár var Loftslagsbreytingar: okkar áskorun Börnin fjölluðu um loftslagsbreytingar; ekki aðeins afleiðingar þeirra heldur einnig mögulegar lausnir eins og að nota endurnýjanlega orku og orkusparandi ljósaperur, samnýta bíla, nota almenningssamgöngur, gróðursetja tré og halda jörðinni hreinni
Achim Steiner, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og forstjóri UNEP sagði: “Við sjáum á þessum myndum að börn eru meðvituð um þá hættu sem steðjar að jörðinni. Ef þau fá tækifæri til þess, geta þau lagt sitt af mörkum til að finna lausnir. Við getum öll lært af þá innsýn sem börnin hafa í málefni jarðarinnar og ábyrgð okkar.”