Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir úrskurð hæstaréttar Bandaríkjanna um að fella úr gildi svokallaðan Roe/Wade dóm um þungunarrof sé áfall fyrir mannréttindi og jafnrétti kynjanna.
„Þetta er mikið áfall fyrir mannréttindi kvenna og jafnrétti kynjanna,“ sagði mannréttindastjórinn Michelle Bachelet í yfirlýsingu.
Í úrskurði hæstaréttar er því vísað til einstakra ríkja í Bandaríkjunum að ákveða hvort leyfa skuli þungunarrof.
Dauðsföllum kann að fjölga
Mannfjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) benda á að nú þegar á að 45% þungunarrofs í heiminum sé nú þegar framkvæmt á óöruggan hátt. Afleiðingarnir séu þær að þungunarrof sé ein helsta orsök mæðradauða. Að mati stofnananna er óhjákæmilegt að dauðsföllum fjölgi í takt við auknar hindranir.
„Hvort sem þungunarrof er löglegt eða ekki, er það of algengt. Tölfræðin sýnir að takmarkanir á aðgangi að þungunarrofi, kemur ekki í veg fyrir það, en gerir það banvænna en ella,“ segir í yfirlýsingu UNFPA.
Í ársskýrslu stofnunarinnar kemur fram að helmingur allra þungana í heiminum eru óætlaðar og um 60% þeirra lýkur með þungunarrofi.