Ríki verja allt að þremur prósentum þjóðarframleiðslu til grænna fjárfestinga

Suður-Kórea ætlar að verja 40 milljörðum Bandaríkjadala eða sem samsvarar þremur prósentu þjóðarframleiðslu til grænna fjárfestinga.  Er það liður í átaki til að hvetja efnahagslífið. Talið er að þetta geti skapað eina milljón nýrra starfa. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir UNEP, Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna.

Kína ætlar að verja 600 milljörðum dala í hvata-aðgerðir í efnahagslífinu. Þar af munu 140 milljarðar dala renna til grænna fjárfestinga sem er rétt tæplega 2 prósent þjóðarframleiðslu. Þess má geta að enurnýjanlegi orkugeirinn veltir nú 17 milljörðum dala og veitir einni milljón manna atvinnu.  
Bandaríkin munu verja um einu prósenti af andvirði efnahagshvata pakka sins til umhverfisvænna verkefna, td. að auka orkusparnað í alríkisbyggingum og fleira. 

 Skýrslan “Global Green New Deal” var kynnt um eitt hundrað umhverfisráðherrum heims sem sitja stjórnarfund UNEP í Nairobí í Kenýa í gær. Þar er hvatt til þess að þriðjungur tveggja og hálfrar billjóna hvata-aðgerðapakka  í heiminum verði varið til grænna fjárfestinga.

Sú fjárhæð næmi um einu prósenti af samanlagðri þjóðarframleiðslu heimsins. UNEP telur að afraksturinn yrði verulegur, mynda ýta undir nýsköpun og skapa störf auk þess sem dregið yrði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skref stigin til að minnka fátækt.