Ríki sem sniðgengu Durban II ættu að leggja sjálfstætt mat á lokaskjalið

Navi Pillay, Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna segir að þrátt fyrir að ríki á borð við Bandaríkin hafi sniðgengið svokallað Durban endurskoðunarráðstefnu, (Durban II)  hafi lokaskjal kynþáttaráðstefnunnar markað nýtt upphaf í þessum málaflokki. 

Ms Pillay skrifaði kjallaragrein sem birt hefur verið víða um heim.  Hún segir að “þau fáu ríki sem ákváðu að sitja heima, ættu nú að leggja sjálfstætt mat á lokaskjalið. Mörg ríkjanna tóku þátt í að semja lokaskjalið og voru hluti af þeirri samstöðu sem ríkti, allt þar til örskömmu áður en ráðstefnan hófst. Af þessum ástæðum er ég vongóð að þau muni á ný taka þátt í alþjóðlegri viðleitni til að uppræta kynþáttahatur og skort á umburðarlyndi eins og skalið kveður á um.”   

Navi Pillay, Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna

Í greininni segir Pillay að ástæður ágreiningsins á endurskoðunarráðstefnunni í Genf nú séu Gyðinga-hatur sem sum frjáls félagasamtök hafi gert sig sek um á hliðarsamkomum á ráðstefnunni í Durban 2001
“Andstyggilegar aðgerðir örfárra hafa skemmt orðstír ferilsins allt frá Durban 2001 til Genfar 2009.“

Í greininni sakar hún Mahmúd Ahmadinejad, forseta Íran um að “misnota vettvang Sameinuðu þjóðanna til að breiða út einhliða pólitískan áróður. “

Hins vegar hafi málflutningi sem ali á sundurlyndi verið hafnað þegar lokafyrilýsingin var samþykkt daginn eftir. 
“Í skjalinu er það grundvallar mikilvægi málfrelsis ítrekað og áhersla lögð á að slíkt samræmist gildandi alþjóðalögum sem leggja bann við hatursáróðri. Þetta ætti að brúa það tilbúna bil sem myndast hefur um viðkvæm málefni sem tengjast trúarbrögðum og gætu orðið til þess að spádómar um átök menningarheima myndu rætast af sjálfu sér.”