Rafknúið farþegaflug er innan seilingar á Norðurlöndum. Finnair stefnir að því að bjóða upp á rafknúnar farþegaflugvélar í áætlunarflugi á milli Helsinki og Stokkhólms innan fimm ára eða 2026.
Samvinna Finna og Svía um þetta mál kann að valda straumhvörfum ef flug án brennslu jarðefnaeldsneytis verður að veruleika.
Finnair hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við sænska fyrirtækið Heart Aerospaceum hönnun og framleiðslu ES-19 vélar í farþegaflug á Eystrasaltssvæðinu.
Rafknúnar flugvélar eru hluti af áætlunum Finna um að ná kolefnisjafnvægi fyrir 2045.
Flug 2-3% af losun
Talið er að 2-3% af losun gróðurhúsalofttegunda megi rekja til farþegaflugs og því gæti rafvæðing flugs verið stórt skref fram á við.
ES-19 farþegavélin er 19 sæta vél sem að sögn framleiðandans Heart Aerospace hefur allt að 400 kílómetra flugdrægni.
Rafknúnar flugvélar nýtast þannig einungis á stuttum flugleiðum. Hafa ber í huga að 85% af öllu flugi í heiminum eru á slíkum leiðum og þær losa hlutfallslega meira en lengra flug.
Mikilvægt er að hafa í huga ekki er aðeins um að ræða tröllaukið verkefni út af fyrir sig, hedur þarf einnig að byggja upp nýja innviði í þágu flugvéla sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti.
Þar er fyrst til að taka að hlaða þarf rafhlöður en ekki fylla á bensíntank. Hver flugvöllur þarf því hleðslustöðvar. Þetta þýðir að orkuskipti gætu tekið langan tíma.
Rafknúinn flugfloti gæti tekið við á stuttum flugleiðum í innanlandsflugi. Finnair sér nú þegar fyrir sér að smærri borgar fjárfesti í flugvöllum sem byggi eingöngu á rafknúnu flugi.
Nýjir möguleikar
En þetta getur líka skapað nýja tegundir markaða og nýjar tengingar.
Búist er við að rafvélar á stuttum leiðum verði hagkvæamri í reksti en olíuknúnar vélar. Af þeim sökum skapast nýjir mögleikar og hugsanlegt að nýjir flugvellir opni á stöðum sem hingað til hefur ekki borgað sig að fljúga.
Raknúnar flugvélar kunna að gagnast svæðum sem njóta ekki grundvallar innviða. Ekki má gleyma því að slíkir innviðir þjóna ekki aðeins farþegaflugi heldur enni flutningum á ýmsum nauðþurftum á borð við lyf, til dreifbýlis og afskekktra samfélaga.
Þetta gæti því greitt fyrir því að fólk í dreifbýli til dæmis í Afríku eða Suður-Ameríku tengist þéttbýli án þess að ryðja þurfi regnskóga til að rýma fyrir vegum.
Fylgst verður með því víða hvernig til tekst í Finnlani. Frakkland er nýbúið að samþykkja bann við flugi á stuttum vegalengdum þar sem hægt er að taka lest á innan við 2.5 tímum. Flug á milli Parísar og borga á borð við Lyon, Nantes og Bordeaux verður þar með úr sögunni.