António Guterres aðalframkvæmdastjóri hefur hleypt af stokkunum “Pause” nýju alheims-átaki þar sem fólk er hvatt til að staldra við eitt augnablik áður en það deilir færslum á netinu. Almenningur er hvattur til að heita því að hugsa sig tvisar um áður en efni er deilt á samfélagsmiðlum – #PledgetoPause. Tilefnið eru þær bábiljur sem vaða uppi á netinu um COVID-19.
Átakið er hluti af vitundarvakningu um rangfærslur og rangar og villandi upplýsignar sem þrífast á netinu. Langtímamarkmiðið er að breyta hegðun notenda samfélagsmiðla.
„Rangar upplýsingar geta verið banvænar á tímum COVID-19 faraldursins. Þess vegna skulum við sverja þess eið að hugsa okkur um tvisvar áður en við deilum efni og gröfum þannig undan útreiðslu villandi upplýsinga,“ sagði Guterres á myndbandi sem fylgir átakinu úr hlað:
Guterres byrjaði myndbandið á fimm sekúndna þögn til að leggja áherslu á nauðsyn umhugsunar.
Pause – eða pásu-átakið er hluti af Verified, frumkvæði Sameinuðu þjóðanna. Því var hleypt af stokkunum í maí 2020 til að koma á framfæri aðgengilegum upplýsingu um heilbrigðismál. Áhersla er lögð á upplýsingar sem byggja á traustum vísindalegum grunni. Þá er Verified vettvangur jákvæðra frásagna um samstöðu gegn COVID-19.
#PledgeToPause:Byggt á rannsóknum
Átakið byggir á rannsóknum sem benda til að það kunni að skipta sköpum að staldra við andartak á samskiptamiðlum. Slíkt minnki líkur á að fólk dreifi yfirgengilegu eða tilfinningahlöðnu efni og dragi þar með úr dreifingu rangfærslna. Vonast er til að bæta almennt fjölmiðlalæsi. Markmiðið er að hjálpa notendum að koma auga á rangar upplýsingar og forðast að áframsenda til vina og kunningja.
Ætlunin er að ná til eins milljarðs manna fyrir árslok. Í dag 21.október ríður António Guterres á vaðið en búast við að fjöldi áhrifamanna og þekktra einstaklinga bætist í hópinn. Þau munu sverji eið -#PledgetoPause- að því að staldra við og hvetji vini og fylgjendur að gera slíkt hið sama. .
„Þegar rangfærslur þrífast, missir almeningur traust og gerir mistök sem grafa undan aðgerðum stjórnvalda og hætta jafnvel eigin lífi,“ segir Melissa fleming framkvæmdastjóri upplýsingamála hjá Sameinuðu þjóðunum.