Ósýnileg ör: geðræn áhrif brjóstakrabbameins

Krabbamein í brjóstum er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum
Krabbamein í brjóstum er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum

Brjóstakrabbamein, ein algengasta tegund krabbameins, kostaði 670 þúsund konur lífið árið 2022. Það var algengasta krabbamein kvenna í 157 af 185 ríkjum í heiminum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin telur að á árinu 2022 einu hafi 2.3 milljónir kvenna greinst með brjóstakrabbamein í heiminum.

Lífslíkur þeirra sem fá brjóstakrabbamein hafa batnað verulega þökk sé framförum í læknavísindum. Afleiðingarnar eru hins vegar ekki einungis líkamlegar. Veikindin geta haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, öryggi og vellíðan einstaklinga.

Tengsl eru á milli áfengisneyslu og brjóstakrabbameins.
Tengsl eru á milli áfengisneyslu og brjóstakrabbameins. Mynd: Photo by Victoria Strukovskaya /Unsplash

Af þeim sökum hefur „Engin ætti að glíma ein við brjóstakrabbamein“ orðið fyrir valinu sem þema Vitundarmánaðar um brjóstakrabbamein. Markmiðið er að auka vitund um áhrif geðheilbrigðslegra afleiðinga  brjóstakrabbameinsgreiningar.

Einsemd og einangrun

Ein af helstu tilfinningalegum afleiðingum brjóstakrabbameins og krabbameins yfirleitt er djúpstæð einsemdar-tilfinning. Þó svo að margir sjúklingar eigi marga ástvini að, finna þeir samt til einangrunar.

Krabbameinssjúklingar kunna að búa við aukinn kvíða, sérstaklega yfir framtíðinni. Og ótti við að sjúkdómurinn skjóti upp kolinum að nýju, veldur þeim, sem ná sér, áhyggjum. Þá kann að vera snúið að finna jafnvægi á milli hvíldar og ánægjulegra tómstunda.

Afleiðingarnar brjóstakrabba eru  ekki einungis líkamlegar.
Afleiðingar brjóstakrabba eru ekki einungis líkamlegar. Mynd: Mads Schmidt Rasmussen / norden.org

Mikilvægi andlegs stuðnings

Brjóstakrabbamein er ekki bara líkamleg veikindi heldur tilfinningalegt ferðalag. Andlegur stuðningur frá fjölskyldu, vinum og heilbrigðisstarfsfólki er þýðingarmikill.

Ráðgjöf, einstaklings- eða hópmeðferð hefur gefið góða raun við að slá á kvíða og þunglyndi hjá brjóstakrabbameinssjúklingum. Hugræn atferlismeðferð hefur þannig hjálpað þeim sem ná sér, að endurmeta neikvæðar hugsanir, og aðferðir núvitundar (mindfulness) hafa hjálpað sjúklingum að lifa í núinu.

Ungar konur.
Ungar konur. Mynd: Iris Dager / norden.org

Jafningja-hópstuðningur hefur reynst vel í því að búa til samfélag sjúklinga og draga úr þeirri miklu einangrun sem margar konur finna fyrir á meðan á meðferð stendur og í kjölfarið. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) leggur áherslu á að sálfræðilegur stuðningur eigi að vera hluti af heildstæðri umönnun brjóstakrabbameinssjúklinga.

Sjá einnig: