Gasasvæðið. Vopnahlé. Öryggisráð Sameinuðu þjópðanna hefur samþykkt ályktun þar sem farið er fram á vopnahlé á Gasasvæðinu í föstumánuði múslima, Ramadan, lausn gísla og aðgangs fyrir mannúðaraðstoð.
Fjórtán ríki greiddu atkvæði með ályktuninnin, en Bandaríin sátu hjá. Öll tíu ríkin sem ekki eiga fast sæti í Öryggisráðinu báru tillöguna fram. Tillögu Rússa um varanlegt vopnahlé var hins vegar hafnað.
Bandaríin styðja lykilatriði
Bandaríski fastafulltrúinn sagðist styðja “fyllilega” þýðingarmestu hluta ályktunarinnar. Sendiherra Alsírs sagði að vopnahlé myndi benda enda á blóðbað.
Áheyrnarfulltrúi Palestínu sagðist vonast til að ályktunin markaði vatnaskil. Sendiherra Ísraels sagði hins vegar að það væri “hneyksli” að Hamas væri ekki fordæmt í ályktuninni.
Abdullah Ali Fadhel Al-Saadi fastafulltrúi Jemen talaði fyrir hönd Arabaríkja og sagði að líta beri á ályktunina sem fyrsta skref í átt til bindandi ályktunar um varanlegt vopnahlé. Arabaríkin segja að viðleitni til að koma á vopnahléi sé ekki í mótsögn við kröfuna um lausn allra gísla.