Öryggiráðið lýsir stuðningi við UNRWA

Fundur Öryggisráðsins þriðjudag
Fundur Öryggisráðsins þriðjudag. Mynd: UN Photo/Loey Felipe

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Aðildarríki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa varað við tilraunum til að stöðva eða minnka hlutverk og umboð UNRWA, Palestínuflóttamannahjálparinnar.

Í yfirlýsingu til fjölmiðla segja aðildarríki Öryggisráðsins að hvers kyns viðleitni til að trufla eða stöðva starfsemi UNRWA, muni hafa alvarleg mannúðar-áhrif á milljónir palestínskra flóttamanna, sem reiða sig á þjónustu stofnunarinnar og hefði jafnframt afleiðingar fyrir allan heimshlutann.”

Í yfirlýsingu segja Öryggisráðsríkin að þau hafi þungar áhyggjur af löggjöfinni sem ísraelska þingið, Knesset, hafi samþykkt fyrr í vikunni. Samkvæmt henni er lagt blátt bann við starfi UNRWA í Ísrael og öllum samskiptum við stofnunina.

Hadi Hachem varafastafulltrúi Líbanons á fundi ráðsins.
Hadi Hachem varafastafulltrúi Líbanons á fundi ráðsins.
UN Photo/Loey Felipe

Ísrael virði alþjóðlegar skuldbindingrar

Öryggsráðsríkin hvöttu Ísrael til að hlíta alþjóðlegum skuldbindingum sínum. Jafnframt yrði ríkið að virða forréttindi og friðhelgi UNRWA. Ísraelsstjórn bæri að leyfa og greiða fyrir skjótri, öruggri og óhindraðri afhendingu mannúðaraðstoðar, í hvaða formi sem væri, til alls Gasasvæðisins og innan þess.

Öryggisráðið lagði áherslu á að UNRWA væri hryggjarstykkið í öllu mannúðarstarfi á Gasa. Aðildarríkin staðfestu að engin samtök gætu komið í stað UNRWA. Stofnunin ein hefði þá burði og umboð, sem þyrfti til að þjóna palestínskum flóttamönnum og óbreyttum borgurum. Þeir hefðu brúyna þörf fyrir lífsnauðsynlega mannúðaraðstoð.

Áheyrendur á fundi ráðsins
Áheyrendur á fundi ráðsins. Mynd: UN Photo/Loey Felipe

Öryggisráðsríkin vöktu athygli á úttekt sjálfstæðrar nefndar undir forystu Catherine Colonna og viðbrögðum aðalframkvæmdastjórans. Hvöttu þau til að ráðleggingum hennar yrði hrint í framkvæmd að fullu hið fyrsta í samræmi við hlutleysissjóanrmkið UNRWA.

Loks hvöttu ríkin alla hlutaðeigandi til að grípa þegar í stað til aðgrða til að leyfa og auðvelda afhendingu mannúðaraðstoðar á Gasasvæðinu í samræmi við alþjóðleg mannúðarlög.

Sjá einnig hér, hér og hér.