
Loftslagsbreytingar. Sumarsins 2023 verður minnst víða um heim fyrir ýmis veður-heimsmet. Júlí-mánuður var þannig sá heitasti á jörðini frá því mælingar hófust. Ágúst hefur einnig einkennst af ýmiss konar veður-fyrirbærum, sem valdið hafa skakkaföllum. Loftslagsbreytingar hafa sannarlega látið til sín taka.
Loftslagssérfræðingar á borð við Alvaro Silva hjá Alþjóða veðurfræðistofnuninni (WMO) telja að öfgakennt veðurfar muni verða næsta hversdagslegt héðan í frá.
Sífellt fleiri gögn staðfesta að tíðni og styrleiki hitabylgja, úrhelli og aðrar öfgar fari vaxandi vegna loftslagsbreytinga sökum losunar gróðurhúsaloftegunda af mannavöldum.

Öfgafullar aðstæður um víða veröld
Fyrstu þrjár vikurnar í ágúst hafa mörg Evrópuríki glímt við töluverðar eða umtalsverðar hitabylgjur. Í suður-Frakklandi hefur hitinn verið í kringum 40 °C en td.í Valencia á Spáni hefur hann komist í tæp 47 °C. Enn heitar hefur verið í Marokkó og Tyrklandi þar sem hitinn hefur farið yfir 50°C í fyrsta skipti. Víða hafa skógar- og jarðeldar brotist út í Portúgal og á Spáni, þar á meðal á Kanarí-eyjum. Japan hefur einnig þurft að líða fyrir hitabylgjur, en þeim hafa fylgt úrheillisrigningar og flóð í kjölfar fellibylja.

Norður-Ameríka er engin undantekniung. Eldar hafa kviknað, sem aldrei fyrr í Kanada og hefur þurft að glíma við þúsund gróður- og skógarelda í einu, með tilheyrandi brottflutningi fólks. Hitabylgjur herja á sléttur Bandaríkjanna og er hitinn kominn í 40°C í mörgum héruðum og er búist við að mörg hitamet verði slegin.
Einnig Norðurlönd
Norðurlönd hafa einnig orðið fyrir barðinu á öfgakenndu verðurfari í sumar. Stormurinn Hans reið húsum í suðurhluta Noregs og suðausturhluta Svíþjóðar frá 7.-10.ágúst og olli töluverðum búsifjum.

Mikil úrkoma varð til þess að ár flæddu yfir bakka sína í Noregi. Þúsund manns urðu að flýja heimili sín í suðausturhluta Noregs vegna flóða og skriðufalla. Innviðir urðu einnig fyrir skemmdum. Járnbrautabrú í Ringebu hrundi og hluti af Braskereidfoss-virkjuninni í Glama-ánni.
Svipaða sögu er að segja frá Svíþjóð. Lestarsamgöngur röskuðust og skemmdir urðu á Gautaborgar-höfn í vatnsveðri.

Loftlagsbreytingar eru ekki fjarlæg ógn lengur. Sumarið 2023 er áminning um að loftslagbreytingar tilheyra ekki fjarlægri framtíð; þær eru hér og nú.