Nýverðlaunaður hreinsunardagur: Mikil hvatning

Tómas hreinsaði um síðustu helgi með sjálfboðaliðum frá Seeds Iceland
Tómas Knútsson við hreinsunarstarf ásamt sjálfboðaliðum frá Seeds Iceland. Mynd: Blái herinn

Alþjóðlegi hreinsunardagurinn. Blái herinn mun taka þátt í Alþjóðlega hreinsunardeginum 16.september með því að hreinsa fjöruna vestan við Grindavík.

„Við hreinsuðum hana 2021, en nú er allt komið í saman far. Nú 2 árum síðar er allt fullt af rusli,“ segir Tómas Knútsson hershöfðingi Bláa hersins. „Þetta er gamalt rusl sem hefur losnað í djöfulgangi veðursins,  rótast upp úr grjótgarðinum.“

Hist verður við Brimketil og svæðið sem er vestur af Grindavík, hreinsað frá kl.1200 til 1600.

Tómas hefur um árabil hreinsað strendur undir merkjum Bláa hersins. Hann hefur í áratug starfað í tengslum við Let´s do it world. Þetta eru samtökin, sem hafa skipulagt Alþjóðlega hreinsunardaginn frá 2018.

Sjálfbærniverðlaunin

Nú í sumar fékk hreinsunardagurinn Sjálfbærniverðlaun Sameinuðu þjóðanna SDG Action Award við hátíðlega athöfn í Rómarborg í tengslum við Matvælaþing samtakanna. 5000 voru tilnefndir og fékk hreinsunardagurinn ein fjögurra verðlauna.

Alþjóða hreinsunardags-teymið tekur við verðlaunum 23.júlí 2023. Heidi Solba önnur frá vinstri, Tómas Knútsson lengst til hægri.
Alþjóða hreinsunardags-teymið tekur við verðlaunum 23.júlí 2023. Heidi Solba önnur frá vinstri, Tómas Knútsson lengst til hægri. Mynd: ©FAO/Cristiano Minichiello.

„Tilnefningin var mikil upplifun og svo var það bónus að vinna,“ segir Tómas. Hann var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í Róm ásamt Heidi Sorba frumkvöðli dagsins.  „Ég segi bara fulla ferð áfram. Þetta er mikil hvatning af hálfu Sameinuðu þjóðanna.“

Þótt Tómas muni að sjálfsögðu hreinsa til á Alþjóðlega hreinsunardaginn 16.september, er hann í raun að árið um kring.

„Ætli það séu ekki 40-50 verkefni á ári,“ segir Tómas. Hann fær til sín hópa og reynir að finna fjörur við hæfi hvers og eins.

„Markmiðið er að fólk vilji koma aftur og að þetta skilji eftir sig einhverja umhverfisvitund.“

Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar taka þátt í Alþjóðlega hreinsunardeginum með verkefninu #EUBeachCleanup.

Sameinuðu þjóðirnar og ESB hafa teki9ð höndum saman um strandhreinsun á alþjóðlega daginn. Mynd: Evrópusambandið