Eftir Louise Arbour, Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna
Nýkosið Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í fyrsta skipti í dag. Ráðið hefur öflugt umboð til að lyfta grettistaki í að efla mannréttindakerfi Sameinuðu þjóðanna og gera það hæfara til að svara áskorunum samtímans. Stofnun Mannréttindaráðsins er mikilvægt skref í starfi samtakanna við að “vernda öll mannréttindi og grundvallarréttindi allra.”
En það væri hins vegar grundvallar misskilningur að halda að við séum að byrja frá grunni. Sameinuðu þjóðirnar geta verið stoltar af mannréttindastarfi sínu í 61 ár og þar átti Mannréttindanefndin sem nú hefur verið lögð niður, hlut að máli.
Alþjóðlegur mannréttindastaðlar og –viðmið hafa verið skrásett, komið hefur verið upp regluverki til að fylgjast með því að þessir staðlar séu hafðir í heiðri, stutt hefur verið við bakið á mannréttindafrömuðum og hlúð að fórnarlömbum mannréttindabrota um allan heim. Verkefni okkar er að sjá til þess að nýja ráðið standist þær kröfur sem gerðar eru til þess vegna sögulegs árangurs og efli og verndi á sama tíma mannréttindi í samræmi við ný skilyrði.
Ýmis teikn eru á lofti um að stofnun ráðsins sé heillaspor. Kosning aðildarríkja þess í síðasta mánuði var til marks um að ný vinnubrögð hefðu verið tekin upp. Aðildarríki Mannréttindanefndarinnar voru valin fyrirfram á lokuðum fundum og síðan lagður fram listi sem var samþykktur með lófataki. Ný aðildarríki Mannréttindaráðsins keppust um að ná kjöri og þurftu að njóta stuðnings meirihluta allra aðildarríkja til að ná kjöri í leynilegri kosningum. Í fyrsta skipti í sögunni skuldbundu ríki sig til að virða og efla mannréttindi og eiga ella yfir höfði sér að vera vikið úr ráðinu.
Með stofnun ráðsins er lagt til atlögu við tvöfalt siðgæði sem hamlað hefur starfi fyrri mannréttindanefndar. Umræður á vettvangi nefndarinnar urðu oft pólítískar. Öll ríki eiga við mannréttindavanda að stríða og það á að vera hægt að draga öll ríki til ábyrgðar. Það er ekki lagður dómur á ríki með því að kjósa það til setu í ráðinu, heldur með því að lagt sé mat á mannréttindastöðu þess. Til þess að svo megi verða, verður komið upp regluverki sem gerði ráðinu og þar með heiminum kleift, að fara yfir mannréttindástand í öllum 191 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Þetta er afdrifaríkt skref sem stigið hefur verið og gefur vonir um að hægt verði að efla mannréttindi um allan heim.
Það skiptir ef til vill mestu að Mannréttindaráðið kemur saman til fundar allt árið en ekki aðeins á einum sex vikna fundi en það dróg verulega úr virkni og sveigjanleika mannréttindafnefndarinnar. Með auknum fundartíma, er ráðið betur í stakk búið til að hafa frumkvæði til að koma í veg fyrir að upp úr sjóði og grípa til aðgerða á stsaðnum þegar teikn eru á lofti um að meiri háttar mannréttindabrot séu í uppsiglingu. Og Ráðið mun koma upp ferli til að glíma við mannréttindavandmál um leið og þau gerast.
En allar þessar breytingar eru til lítils, ef aðildarríkin munu ekki leggja skammtíma pólítisk markmið á hilluna og styðja í þess stað fórnarlömb mannréttindabrota um allan heim, af alefli. Slíkt gerist ekki án pólitískrar forystu af hálfra allra ríkja. Kjör öflugs mannréttindafrömuðar, De Alba, sendiherra frá Mexíkó til formennsku í ráðinu er góðs viti um að aðildarríkjum ráðsins sé full alvara. Forysta nýja ráðsins fellur í skaut hæfs, óháðs og öruggs aðila.
Miklar áskoranir eru framundan og mörg álitamál verða rædd af miklum hita og þunga. Í upphafi verður farið yfir feril Mannréttindanefndarinnar og í þeirri umfjöllun verða nýju aðildarríkin að taka erfiðar ákvarðanir. Nýja Mannréttindaráðið ætti að byggja á styrkleikum nefndarinnar og halda fast í það sem best virkaði. Það er alls engin þörf á að veikja regluverk mannréttinddakerfisins.
Kjarni málsins er að skilgreina hvernig aðildarríki ráðsins geti á beittari hátt séð til þess að núverandi mannréttindastaðlar séu í heiðri hafðir. Vonir standa til að öllum mannréttindum verði gert jafn hátt undir höfði, jafnt efnhagslegum, félagslegum og menningarlegum sem pólitískum og borgaralegum. Umfram allt gerir þessi nýji mannréttindarammi þá kröfu til aðildarríkja að þær láti ekki sitja við orðin tóm, heldur grípi til aðgerða. Mannréttindanefndins svarði áskorunum síns tíma með því að setja almenna mannréttindastaðla. Tími mannréttindaráðsins, er ætti að vera tími aðgerða. Því hafa aðildarríkin lofað. Almenningur ætlast til þess og fórnarlöm mannréttindabrota um allan heim, eiga ekki minna skilið.