Norðurlönd ræða sjálfbæra þróun

Henrik Dam

Henrik Dam

20.október 2016. Sjálfbæru þróunarmarkmiðin sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt verða í brennidepli á þingi Norðurlandaráðs sem hefst í Kaupmannahöfn 1.nóvember.

Á 68. þingi Norðurlandaráðs, sem fram fer 1.–3. nóvember í húsakynnum danska þingsins í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn, verða heimsmarkmiðin 17 um Sjálfbæra þróun ofarlega á blaði. Daginn fyrir setningu þingsins efnir Norðurlandaráð til viðburðar í FN Byen (bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn), og á leiðtogafundi Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna þann 1. nóvember verða heimsmarkmið SÞ einnig á meðal meginviðfangsefna.

Spurningin sem fyrir liggur er: Hvernig geta Norðurlöndin stuðlað að því að heimsmarkmiðum SÞ verði náð?

„Við munum ræða heimsmarkmiðin og Sameinuðu þjóðirnar sem vettvang, og velta því fyrir okkur hvað þar megi bæta. Norðurlöndin eru í fremstu röð og geta haft áhrif á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og í heiminum,“ segir Henrik Dam Kristensen, forseti Norðurlandaráðs.

„Ef við vinnum saman veitist okkur auðveldara að hjálpa þeim sem mest þurfa á að halda. Norðurlöndin geta stuðlað að því að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna verði náð,“.  

Hér verður hægt að horfa á beina útsendingu af viðburðinum í FN Byen.

Mynd: Morten Brakestad/Norden.org

Heimild Norden.org