A-Ö Efnisyfirlit

Nokkrar sérstofnanir og undirstofnanir SÞ

UNDP:

Þróunaráætlun SÞ aðstoðar ríki við að efla sjálfbæra þróun. UNDP er nú með fjölda verkefna í gangi í þróunarlöndunum með aðstoð yfir 100 svæðisskrifstofa.
Nánari upplýsingar um UNDP á ensku: www.undp.org

UNICEF:

Barnahjálp SÞ er sú stofnun sem er í forsvari fyrir, þróar og verndar réttindi barna. UNICEF vinnur jafnframt að því að börn sem búa við hættu fái dygga vernd.
Nánari upplýsingar um UNICEF á ensku: www.unicef.org

UNEP:

Umhverfisstofnun SÞ hefur það að markmiði að leiða og styrkja samvinnu í umhverfisverndarmálum. UNEP hefur umsjón með umhverfismálum, umhverfisvernd og varúðarverkefnum.
Nánari upplýsingar um UNEP á ensku: www.unep.org

UNFPA:

Mannfjöldasjóður SÞ aðstoðar við fræðslu heilbrigðar mannfjölgunar, þ.á.m. með fjölskylduáætlunum og kynlífsfræðslu. UNFPA tekur einnig á þeim vanda sem oft fylgja fólksfjölgun.
Nánari upplýsingar um UNFPA á ensku: www.unfpa.org

WFP:

Matvælaáætlun SÞ dreifir mat til þeirra sem búa við kreppu. WFP veitir fólki og samfélögum aðstoð svo þau geti bjargað sér með „matvæli-fyrir-vinnu“ verkefnum. Jafnframt aðstoðar WFP við að útvega mat fyrir börn -sérstaklega stúlkur- svo þau geti sótt skóla.
Nánari upplýsingar um WFP á ensku: www.wfp.org

UNHCR:

Flóttamannastofnun SÞ veitir flóttamönnum lagalega aðstoð og leitast við að finna varanlegar lausnir á vandamálum þeirra. Annars vegar með aðstoð við að komast frítt aftur til síns heima eða með flutningi til annarra landa. UNHCR aðstoðar jafnframt þá sem eru á reiki og/eða flótta í eigin landi, t.d. með dreifingu matar á þeim svæðum er neyðarástand ríkir, hjálpastarfi frá samfélaginu, lyfjaaðstoð og möguleika á menntun.
Nánari upplýsingar um UNHCR á ensku: www.unhcr.org

ILO:

Alþjóðavinnumálastofnunin heldur utan um verkefni og áætlanir sem stuðla að því að grundvallarmannréttindum sé framfylgt, að bættum atvinnu- og lífsskilyrðum og auknum atvinnumöguleikum.
Nánari upplýsingar um ILO á ensku: www.ilo.org

FAO:

Matvæla- og landbúnaðarstofnunin vinnur að því að fyrirbyggja hungur og vannæringu ásamt því að auka fæðumöguleika í heiminum. FAO aðstoðar aðildarríkin við eflingu sjálfbærrar þróunar innan landbúnaðar.
Nánari upplýsingar um FAO á ensku: www.fao.org

UNESCO:

Menningarmálastofnun SÞ eflir skilning manna á þróunarmálum og stendur vörð um mennta- og menningarmál sem og siðferðismál. UNESCO er jafnframt alþjóðamiðstöð fyrir upplýsingar um þróun mennta,- vísinda,- menningar- og samskiptamála.
Nánari upplýsingar um UNESCO á ensku: www.unesco.org

WHO:

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leiðir og stjórnar alþjóðaverkefnum innan heilbrigðisgeirans og stuðlar að faglegu samstarfi á því sviði. Stofnunin leitast við að hindra, og að hafa stjórn á farsóttum og öðrum sjúkdómum, aðstoðar lönd – að þeirra ósk – við eflingu heilbrigðiskerfa og auka faglega aðstoð og aðgerðir þar sem ríkir neyðarástand.
Nánari upplýsingar um WHO á ensku: www.who.org

Um SÞ

Mannréttindayfirlýsingin