Nefnd Sameinuðu þjóðanna fer í saumana á réttindum á Íslandi

Icesave mótmæli í Reykjavík 2010.
Icesave mótmæli í Reykjavík 2010. Mynd: r Ane Cecilie Blichfeldt/norden.org

Yfirferðin fer fram á fundi nefndarinnar (UN Committee on Economic, Social and Cultural Rights) í Genf en hægt er að fylgjast með á vefsjónvarpi Sameinuðu þjóðnna (UN Web TV). Fundurinn hefst að íslenskum tíma klukkan 1 eftir hádegi á mánudag 9.september og stendur í allt að þrjá tíma. Haldið er áfram 10.september klukkan 8-11 að íslenskum tíma.

Reglubundin yfirferð

Átján óháðir sérfræðingar sitja í Nefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi. Þeir fara yfir stöðu mála í 172 aðildarríkjum Alþjóðlegs sáttmála um efnahagsleg,- félagsleg- og menningarleg réttindi (International Covenant on Economic, Social and Cultural Rights) með reglubundnu millibili.

Auk Íslands er farið yfir stöðu mála í Póllandi, Hondúras, Kirgistan, Albaníu, Kýpur og Malaví að þessu sinni.

Ríkin sjálf og almannasamtök hafa lagt fram skýrslur um hvert land fyrir sig.