Alþjóðlegur dagur mannúðarstarfsmanna. Úkraína.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur staðfest 1940 árásir á heilsugæslu Úkraínu frá allsherjarárás Rússlands 24.febrúar 2022. Þetta eru fleiri árásir en dæmi eru um í heiminum nokkru sinni á hamfarasvæði. 19.ágúst er Alþjóðlegur dagur mannúðarstarfsmanna.
Árásum á heilsugæslu, hvort heldur sem er sjúkrahús eða sjúkrabíla eða annað sem telst til heilbrigðisþjónustu, hefur fjölgað umtalsvert frá desember 2023.
Afleiðingarnar eru þær að aðgangur fólks að heilibrigðiskerfinu, sem býr nærri víglínunni, er verulega skertur. Frá febrúar 2022 hafa 200 sjúkrabílar verið eyðilagðir eða skemmdir á ári í sprengjuárásum.
Meiri árásir á innviði
„Það eru meiri stórskotaliðsárásir á borgaralega innviði nú en áður,“ segir dr Jarno Habicht, fulltrúi WHO í Úkraínu. „Við höfum misst starfsfélaga, heilsugæslustarfsmenn, hjúkrunarfræðinga, lækna, sjúkraflutningamenn.“
Tölur sýna að mannfall hefur farið vaxandi. Á síðasta ári voru tuttugu og fjögur dauðsföll heilbrigðisstarfsmanna eða sjúklinga skráð. Á fyrstu sjö og hálfum mánuði 2024 voru dauðsföll í árásum á heilsugæslu orðin þrjátíu og fjögur.
15 milljónum hjálpað
WHO hefur dreift 3750 tonnum af ýmsu tagi frá sjúkrabílum til rafala og lyfja um alla Úkraínu.
„Frá því í febrúar 2022 hefur WHO náð til 15 milljóna manna um allt landið. Á árinu 2024 leggjum við höfuðáherslu á að sinna mannúðarþörfum 3.4 milljóna manna,“ segir dr Habicht.
Heilbrigðisstarfsmenn eru hetjur
„Heilbrigðisstarfsmenn í Úkraínu eru sannkallaðar hetjur,“ bæti dr Habicht við. „Þrátt fyrir áframhaldandi árásir, allar hindranir þá reynasdt þeir vandanum vaxnir aftur og aftur. Á Alþjóðlegum degi mannúðarstarfsmannatökum við hjá WHO ofan fyrir þeim, og heitum því að styðja þá nú og framvegis.“
Fleiri hjálparstarfsmenn voru drepnir við störf sín í heiminum árið 2023, en dæmi eru um. 280 létust af völdum ofbeldis í 33 ríkjum, sjá nánar hér.