Mislingar granda 200 þúsund – bólusetningatregða veldur áhyggjum

Mislingar
UNICEF/Mahmood Fadhel Barn brosir á meðan það fær bólusetningu við mislingum og raðum höndum. Bólusetningarherferð á vegum UNICEF í Aden í Jemen í febrúar 2019.

Talið er að 207.500 hafi látist úr mislingum á síðasta ári. Þá hafði ekki tekist í heilan áratug að bólusetja eins marga og nauðsynlegt er talið. Þetta er mesti fjöldi dauðsfalla af völdum mislinga í 23 ár, að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Dauðsföllin 2019 voru 50% fleirii en þegar þau voru fæst árið 2016. Tilfellum fjölgaði á öllum starfssvæðum WHO og voru þau 869.770 í heild 2019.

Mislingatilfellin hafa verið færri í ár. COVID-19 faraldurinn hefur hins vegar haft í för með sér að bólusetningum hefur fækkað. Talið er að 94 milljónir manna fái ekki mislingasprautur af völdum faraldursins. Bólusetningarherferðir hafa verið stöðvaðar tímabundið í 26 ríkjum, en í sumum þeirra hafa brotist út faraldrar að undanförnu.

Mislingar hafa ekki horfið

„Áður en kórónaveiran kom fram á sjónvarsviðið glímdi mannkynið við misilnga og þeir hafa ekki horfið,“ segir Henrietta Fore forstjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) „Heilbrigðiskerfið er nú undir miklu álagi af völdum COVID-19 faraldursins. Hins vegar má baráttan við einn banvænan sjúkdóm ekki koma niður á glímunni við annan vágest.“

Auðveldlega er hægt að koma í veg fyrir mislangafaraldur. Til þess þurfa 95% barna að vera bólusett tímanlega með bóluefni tvenns konar mislinga; MCV1 og MCV2. 84 til 85% hafa verið bólusett við MCV1 og hefur það þokast lítið undanfarinn áratug. Nokkur aukning hefur orðið varðandi MCV2 en þó er hlutfallið aðeins 71%.

Natasha Crowcroft sérfræðingur hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni segir góðu fréttirnar þær að bólusetning við mislingum hafi bjargað meir en 25.5 milljónum mannslífa frá aldamótum. En of lágt hlutfall bólusettir ylli því að fjöldi óverndaðra baran ykist ár frá ári.

Værukærð

„Stóra málið er ekki að það séu stór göt í útbreiðslu bólusetninga heldur að það hefur hægst á henni,“ segir Dr. Crowcroft

„Þetta virkar eins og eldsmatur í skógi sem verður að skógareldi þegar eldur er borinn að. Lítið þarf til að úr verði faraldur. Og það gerðist á síðasta ári þegar það urðu mannskæðir faraldrar á svæðum þar sem ekki útbreiðslan hafði verið ófullnægjandi árum saman,” segir Dr. Crowcroft.

„Þegar 80% hafa verið bólusett þá er auðvelt að verða værukær, en þetta er ekki nóg og að lokum geta faraldrar á borð við þessa brotist út.“

Bólusetningafælni

Á heimsvísu felst vandinn í því hve veikburða heilbrigðiskerfi eru víða og ókleift að ná til allra barna. Bólusetningafælni- eða tregða hefur nú bæst við í ýmsum löndum, bætti hún við.

Nýlega gáfu UNICEF og WHO út sameiginlegt ákall um að skera upp herör gegn meiri háttar mislinga og lömunarveikis-faröldrum. Hvöttu stofnanirnar til þess að varið yrði 255 milljónum Bandaríkjadala á næstu þremur árum árum til átaks. Er markmiðið að loka hættulegu ónæmis-gati í 45 ríkjum sem hættast er við faröldrum.

Á meðal þeirra ríkja þar sem mislingar hafa brosti út sem faraldur að undanförnu eru Lýðveldið Kongó, Madagaskar, Mið-Afríkulýðveldið, Georgía, Kasakstan, Norður-Makedónia, Samoa, Tonga og Úkraína, sagði Dr. Crowcroft.