Minnast bera hinna látnu í Rúanda með því að uppræta þjóðarmorð

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að alþjóðasamfélagið eigi að minnast 15 ára afmælis fjöldamorðanna í Rúanda, 1994, með því að strengja þess heit að þjóðarmorð eigi sér ekki stað á ný.  


Ban Ki-moon minnist þjóðarmorðsins í Rúanda í New York 7. apríl.

“Einungis með því að takast á við þessa áskorun getum við jafnast á við þá seiglu sem eftirlifendur hafa sýnt og heiðrað með sæmd minningu þeirra sem létust í Rúanda fyrir fimmtán árum,” sagði hann í ávarpi sínu. 
Fjöldamorð hófust í örsmáa Afríkuríkinu Rúanda í apríl 1994. Hundrað dögum síðar höfðu öfgamenn af kynþætti Hútúa myrt átta hundruð þúsund Tútsa og hófsama Hútúmenn, aðallega með sveðjur að vopni.  
Sameinuðu þjóðirnar minntust þessara voðaverka með lestri frásagna sjónarvotta að þjóðarmorðinu í höfuðstöðvum samtakanna í New York en efnt var til svipaðra atburða í Kongó, Ástralíu, Suður-Afríku, Bretlandi, Mexíkó og Japan.
“Frásagnir eftirlifenda snerta okkur öll,” sagði Ban í ræðu sem hann flutti í New York.
“En þögn meir en 800 þúsund saklausra fórnarlamba þjaka sameiginlega samvisku okkar. “

7. apríl ár hvert er helgaður minningu þjóðarmorðsins í Rúanda 1994.