Mikil fjölgun fólks með sykursýki

Raghad býr í flóttamannabúðum í Jórdaníu og glímir við sykursýki 1.
Raghad býr í flóttamannabúðum í Jórdaníu og glímir við sykursýki 1. Mynd: WHO/Tania Habjouqa Fingers:

Fjöldi fólks með sykursýki hefur að minnsta kosti fjórfaldast á innan við þrjátíu og fimm árum og hlutfallið tvöfaldast. Þessar tölur haldast í hendur við fjölgun fólks í áhættuhópum. Alþjóðlegur dagur sykursýki er haldinn ár hvert 14.nóvember.

Síðustu tölur sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út eru frá árinu 2014. Þá töldust 422 millijónir lifa með sykursýki og reiknað með að sýkin yrði hálfri annari milljón manna að aldurtila á hverju ári.

Eldri maður á sjúkrahúsi í Glostrup í Danmörku.
Eldri maður á sjúkrahúsi í Glostrup í Danmörku. Mynd:
Maud Lervik / Norden.org

Alþjóðleg samtök fólks með sykursýki reiknaði hins vegar út að árið 2021 hefði þessi tala verið komin í 537 milljónir á aldrinum 20 til 79 ára. Hlutfall fullorðinna með sykursýki væri um 10%.

Svo mikið er víst að talan fjórfaldaðist á árunum 1980 til 2014 og hlutfallið tvöfaldaðist úr úr 4.7% í 8.5%. Búast má við að þessar tölu hækki griðarlega og er reiknað með að 643 milljónir verði með sykursýki 2030 og 783 milljónir 2045 að mati Alþjóðlegu samtakanna.

23 þúsund Íslendingar

Sykursýkipró
Sykursýkipróf. Mynd: WHO/A. Loke

Tuttugu og þrjú þúsund manns á Íslandi gíma við sykursýki eða 6.6% landsmanna að þvi er að því er fram hefur komið í Læknablaðinu. 

Þetta er álíka fjöldi og íbúar Reykjanesbæjar, þriðja stærsta bæjar Íslands. Alþjóðlegur dagur sykursýki er 14.nóvember.

Hin mikla fjölgun á fólki með sykursýki endurspeglar fjölgun í áhættuhópum á borð við yfirþyngd eða offitu. Síðastliðinn áratug hefur sykursýki aukist meir í lág- og meðatekjuríkjum en í hátekjuríkjum.

Líkamshreyfing er þýðingarmikil. Götulíf í Stokkhólmi
Líkamshreyfing er þýðingarmikil. Götulíf í Stokkhólmi. Mynd: Mads Schmidt Rasmussen / norden.org

Sykursýki er ein helsta orsök aukningar blindu, nýrnabilunar, hjartaáfalls, heilablóðfalls og aflimunar í heiminum. Heilnæm fæða, líkamshreyfing og tóbakslaust líf geta skipt sköpum við að komast hjá eða fresta sykursýki 2. Auk þess er hægt að meðhöndla sykursýki og koma í veg fyrir afleiðingar hennar eða fresta þeim með lyfjagjöf, reglubundinni skimun og meðferð við fylgikvillum.

Sykursýki og velferð

Sykursýki og velferð er þema Alþjóðlegs dags sykursýki 2024-26.

Með viðeigandi aðgangi að meðferð og stuðningi geta allir sem búa við sykursýki haft alla möguleika á góðu lífi.

Merki Alþjóðleg dags sykursýki

Bakgrunnur:

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur sem leiðir til of mikils sykurs (glúkósa) í blóðinu, því líkaminn getur ekki brotið niður sykur á eðlilegan hátt Um er að ræða efnaskiptasjúkdóm sem felst í of háum blóðsykri. Annað hvort stafar það af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu að því er fram kemur á vefsíðu Diabetes Ísland.

Langalgengasta formið er sykursýki. 2

Helstu staðreyndir:

  •  Fjöldi fólks með sykursýki fjölgaði úr 108 milljónum í 422 að mati WHO og í 537 milljónir að mati Alþjóðasambands fólks með sykursýki. Tíðnin hefur aukist meir í lág- og meðaltekjuríkjum en í hátekjuríkjum.
  • Sykursýki er einn helsti valdur blindu, nýrnabilunar, hjartaáfalla, heilablóðfalls og aflimunar
  • Fá 2000 til 2019 varð 3% fjölgun dauðsfalla af völdum sykursýki.
  • Heilnæmt mataræði, líkamleg hreyfing, eðlileg líkamsþyng og tóbaksleysi eru leiðir til að koma í veg fyrir eða seinka sykursúyki 2.

 Einkenni:

  • Mikill þorsti
  • Meiri þörf fyrir þvaglát en venjulega
  • Þokusýn
  • Óvenjuleg þreyta
  • Þyngdartap