Matvælaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur starfsemi að nýju í Súdan

Súdan
 Súdanskir flóttamenn leita skjóls í skugga trjár í nágrannaríkinu Tsjad. Mynd: UNHCR.

Súdan. Hjálparstarf. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP) hefur ákveðið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið við dreifingu á matvælum í Súdan, enda er hungur farið að sverfa að milljónum landsmanna. Stofnunin hafði neyðst til að stöðva hjálparstarf eftir að þrir starfsmenn voru drepnir 15.apríl.

Búist er við að dreifing matvæla hefjist að nýju á næstu dögum.

„Við munum kappkosta að tryggja öryggi starfsmanna okkar og samstarfsfólks, og koma eins skjótt og hægt er til móts við sívaxandi þarfi þeirra sem minnst mega sín,“ segir Cindy McCain forstjóri WFP.

Átök brutust út í Súdan fyrir tveimur vikum á milli hersins undir stjórn al-Burhans hershöfðingja og vopnaðra sveita undir stjórn Dagalo hershöfðingja sem nefndar eru RSF í daglegu tali.

Endurræsa aðstoð

Skóli sem hýsti flóttafólk innanlands var brenndur til grunna í Vestur-Darfur
Skóli sem hýsti flóttafólk innanlands var brenndur til grunna í Vestur-Darfur. Mynd: Mohamed Khalil/UN

Bardagar neyddu Sameinuðu þjóðirnar til að hætta að mestu hjálparstarfi í landinu. 16 milljóir manna eða um þriðjungur íbúahna, þurfti á hjálp að halda, áður en át-öku brutust út. Aðalframkvæmdastjór Sameinuðu þjóðanna hefur sent Martin Griffiths yfirmann hjálparstarfs á vettvang til að stýra aðgerðum.

„Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra gera allt sem þær geta til að endurræsa mannúðaraðstoð í landinu,“ segir Martin Griffiths sem er framkvæmdastjóri mannúðarmála Sameinuðu þjóðanna. „Birgðir eru hins vegar á þrotum vegna mikilla rána og gripdeilda í vörugeymslum okkar og skrifstofum. Við leitum nú allra ráða til að flytja aukalega birgðir til landsins og dreifa þeim.“

Sameinuðu þjóðirnar fluttu starfsfólk á brott frá höfuðborginni Khartoum og nokkrum öðrum stöðum. Mannúðarstarfsfólk hefur komið upp bráðabirgða-höfuðstöðvum í hafnarborginni Port Sudan, en er staðráðið í að snúa tilbaka til Khartoum eins fljótt og auðið er. Sameinuðu þjóðirnar segjast hvergi hvika og munu standa við skuldbindingar sínar gagnvart íbúum Súdan.

„Mannúðarástandið er við ystu þolmörk,” segir Griffiths. „Brýnustu nauðsynjar eru af afar skornum skammti í þeim bæjum þar sem átök hafa orðið, sérstaklega Khartoum. Fjölskyldur eiga erfitt með að útvega sér vatn, mat, eldsneyti og aðrar brýnustu nauðsynjar.“

Óstöðugleiki frá 2019

Óstöðugleiki hefur verið í Súdan frá því Omar al-Bahsir forseta var steypt af stólí í apríl 2019. Samteypustjórn hersins og borgarlegra aðila tók við en var vikið frá völdum í valdaráni í október 2021. Samkomulag um að endurreisa borgaralega stjórn var undirritað í desember á síðasta ári.

Hundruð manna hafa týnt lífi og þúsundir lagt á flótta, meðal annars til nágrannaríkisins Tsjad þar sem 20 þúsund Súdanir hafa leitað hælis. Einnig hefur fólk flúið til Mið-Afríkulýðveldisins, Egyptalands, Eþíópíu, Líbýu og Suður-Súdan. Fólk í þeim ríkjum er oft og tíðum illa í stakk búið til að taka á móti flóttamönnum.