5.1 Öll mismunun gagnvart konum og stúlkum verði afnumin alls staðar.
5.2 Hvers kyns ofbeldi gagnvart konum og stúlkum á opinberum vettvangi sem og í einkalífi, þ.m.t. mansal, kynferðisleg misneyting og misneyting af öðru tagi, verði ekki liðið og regluverk sem styður við ofbeldi afnumið.
5.3 Allir skaðlegir siðir, eins og barnahjónabönd, snemmbúin og þvinguð hjónabönd og limlesting kynfæra kvenna og stúlkna, verði lagðir niður.
5.4 Ólaunuð umönnunar- og heimilisstörf verði viðurkennd og metin með því að tryggja opinbera félagsþjónustu, innviði og stefnumörkun á sviði félagslegrar verndar og að ýtt verði undir sameiginlega ábyrgð innan fjölskyldunnar, þ.m.t. á heimilinu, eins og við á í hverju landi.
5.5 Tryggð verði virk þátttaka kvenna og jöfn tækifæri þeirra til að vera leiðandi við ákvarðanatöku á öllum sviðum stjórn- og efnahagsmála sem og á opinberum vettvangi.
5.6 Tryggð verði jöfn tækifæri og réttur allra til kynheilbrigðis, eins og samþykkt var með framkvæmdaáætlunum alþjóðaráðstefnunnar um mannfjölda og þróun og kvennaráðstefnunnar í Beijing sem og niðurstöðum skýrslna sem unnar voru í kjölfar ráðstefna þar sem staðan var endurskoðuð.
5.a Gerðar verði umbætur til að tryggja konum jafnan rétt á sviði efnahagsmála, eignarhalds á og yfirráða yfir landi og öðrum eignum, jafnan rétt á arfi og jafnt aðgengi að fjármálaþjónustu og náttúruauðlindum í samræmi við landslög.
5.b Notast verði við tækniaðferðir, einkum upplýsinga- og fjarskiptatækni, í því skyni að styrkja stöðu kvenna.
5.c Sett verði öflug stefna og raunhæf lög sem stuðla að kynjajafnrétti og styrkja stöðu kvenna og stúlkna á öllum sviðum.