16.1 Dregið verði verulega úr hvers kyns ofbeldi og dauðsföllum sem rekja má til þess.
16.2 Tekið verði fyrir misnotkun, misneytingu, mansal og hvers kyns ofbeldi gegn börnum og pyntingar verði upprættar.
16.3 Réttarríkið verði eflt á landsvísu og á alþjóðlegum vettvangi og tryggt verði jafnt aðgengi allra að réttarkerfinu.
16.4 Eigi síðar en árið 2030 mun ólöglegt flæði fjármagns og vopna hafa snarminnkað, stolnar eignir verði endurheimtar í stórum stíl og barátta háð gegn hvers kyns skipulagðri glæpastarfsemi.
16.5 Dregið verði verulega úr hvers kyns spillingu og mútum.
16.6 Byggðar verði upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir á öllum sviðum sem hafa gagnsæi að leiðarljósi.
16.7 Teknar verði ákvarðanir á öllum sviðum þar sem brugðist er við aðstæðum og víðtæk þátttaka tryggð.
16.8 Þróunarlöndum verði veitt aukin aðild að alþjóðlegum stjórnarstofnunum.
16.9 Öllum verði útveguð lögleg skilríki, þ.m.t. fæðingarvottorð, eigi síðar en árið 2030.
16.10 Almenningur hafi aðgengi að upplýsingum og grundvallarréttindi verði tryggð í samræmi við landslöggjöf og alþjóðasamninga.
16.a Tilteknar innlendar stofnanir verði styrktar, meðal annars með alþjóðlegri samvinnu, í því skyni að efla þær, einkum í þróunarlöndunum, til að koma í veg fyrir ofbeldi og berjast gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi.
16.b Lög og stefnumál á sviði sjálfbærrar þróunar, sem mismuna engum, verði efld og þeim framfylgt.