António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í dag að samtökin ætluðu að beita sér fyrir átaki til þess að „fylla netið af staðreyndum og vísindum” til höfuðs rangfærslum um COVID-19.
Í yfirlýsingu sagði Guterres að hemurinn stæði ekki aðeins frammi fyrir sjúkdóms-faraldri heldur einnig alvarlegum og vaxandi rangfærslu-faraldri.
„Fólk um allan heim er skelfingu lostið. Það vill vill vita hvað því beri að gera og hvert skuli leita um ráðgjöf,“ sagði Guterres.
„Skaðleg heilsufarsráðgjöf og snákaolíu-lausnir lifa góðu lífi. Rangindi vaða uppi á öldum ljósvakans. Villtar samsæriskenningar eitra internetið. Hatrið fer hamförum, og fólk og hópar sæta smánun og svívirðingum.“
Aðalframkvæmdastjórinn lauk lofsorði á blaðamenn og aðra sem hafa haldið staðreyndum til haga, en hvatti á sama tíma samskipamiðla til að taka sig taki til að útrýma hatursáróðri og skaðlegum bábiljum um COVID-19.
„Við skulum í saminingu hafna ósannindum og fjarstæðum sem vaða uppi. Ég kynni í dag nýtt andsvar Sameinuðu þjóðanna um að fylla netið af staðreyndum og vísindum til að bregðast við vaxandi vanda rangfærslna; eiturs sem stefnir lífi enn fleira fólks í hættu,“ sagði Guterres.