Loftslagsviðræður í Bonn skila árangri

 Síðustu hrinunni í loftslagsviðræðum Sameinuðu þjóðanna lauk í Bonn í Þýskalandi í gær, 8. apríl.  Að mati Yvo de Boer, forstjóra Rammasáttmála SÞ um loftslagsbreytingar náðist umtalsverður árangur. “Bilið milli ríkja hefur minnkað í raunhæfum atriðum, til dæmis hvernig efla beri aðgerðir til að aðlagast afleiðingum loftslagsbreytinga. Þarna hefur náðst að skýra mál nægilega til þess að hægt sé að hefja samningaviðræður sem byggja á texta.”  

 

Stefnt er að því að í næstu hrinu viðræðnanna í Bonn í júní, verði skilgreint enn frekar í smáatriðum hvernig alþjóðlegri samvinnu í loftslagsmálum verði hrint í framkvæmd auk þess sem kastljósinu verður beint að fjárhagslegri aðstoð sem er forsenda aðgerða í þróunarríkjum.  "Þetta er mikilvægur árangur ef haft er í huga hve stuttan tíma samningamenn hafa til að ná samkomulagi um niðurstöðu fyrir fundinn í Kaupmannahöfn í desember á þessu ári,” bætti de Boer við.  

 

 

 

Bonn, 8. apríl Yvo de Boer (þriðji frá vinstri), forstjóri  UNFCCC segir að árangur hafi náðst í Bonn.

 

Eitt þeirra atriða sem var rætt, var efling alþjóðlegs samstarfs í að draga úr losun, þar á meðal vegna grisjunar skóga; aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga; fjármögnun aðgerða og stýring fjárveitinga.

 

Viðræðurnar í Bonn vour þær fyrstu í hrinu funda sem haldnir verða allt þetta ár í aðdraganda Kaupmannahafnar-fundarins.

 

Næstu fundir verða haldnir frá 1. -12. júní 2009 í Bonn en þar verða lögð fram fyrstu drög að samningi.