Loftslagsráðstefnan í Poznan hafin

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Poznan í Póllandi í dag. Fjórtánda ráðstefna 192 aðila að Rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC) er jafnframt fjórði fundur 183 aðilja að Kyoto-bókuninni.

Vonast er til að nægur árangur náist í viðræðum um nýjan loftslagssáttmála í Poznan til þess að unnt verði að undirrita hann á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn að ári. Nýr sáttmáli mun ganga í gildi 2013 þegar fyrstu ákvæði Kyoto-bókunarinnar renna út. Opening of COP 14 and CMP 4

Loftslagsráðstefnan var sett í Poznan í morgunn.

Allt að ellefu þúsund manns sækja tveggja daga ráðstefnuna en henni lýkur 12. desember. Auk aðila að samningnum sækja fulltrúar atvinnulífs og iðngreina, umhverfissamtaka og rannsóknarstofnana fundinn. 

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands benti í setningarræðu sinni á hve mikilvægt væri að ná árangri í  Poznan.  “Vísindamenn eru á einu máli um að hinti jörðin um tvær gráður á selsíus, verði ekki aftur snúið og að óafturkræfar breytingar verði á nær öllum vistkerfum og mannlegum samfélögum.  Ábyrgðin á því að hindra breytingar sem gætu raskað tengslum mannkynsins og náttúrunnar, hvílir á okkar herðum,” sagði hann. 

Prófessor Maciej Nowicki, umhverfisáðherra Póllands og forseti ráðstefnunnar sagði að jörðin væri komin að endamörkum og það væri ekki valkostur að hafast ekki að.
 “Hrikalegir þurrkar og flóð, sífellt öflugri fellibyljir, faraldrar frumskógasjúkdóma, stórlega minnkandi fjölbreytileiki lífríkisins; allt þetta getur valdið félagslegum- og jafnvel vopnuðum átökum og áður óþekktum fólksflutningum,” varaði hann ráðstefnugesti við.