Árleg losun gróðurhúsalofttegunda var hærri að meðaltali en nokkru sinni fyrr í sögu mannsins áratuginn 2010-2019. Losunin eykst þó minna en þegar mest var. Án tafarlauss og umfangsmikil niðurskurðar losunar er útilokað að halda hlýnun jarðar innan við 1.5°C miðað við fyrir iðnbyltingu. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem birt var síðdegis í dag.
„Kviðdómurinn hefur komist að niðurstöðu og dómurinn er þungur,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Samenuðu þjóðanna í yfilrlýsingu. „Skýrsla Loftslagsnefndarinnar er löng upptalning svikinna loforða í loftslagsmálum. Hún greinir frá þeirri hneisu sem felst í öllum þeim innantómu fyrirheitum sem hafa ýtt okkur áleiðis til ólífvænlegrar veraldrar. Við erum á hraðri leið til loftslagshamfara.“
Árangur hefur náðst
Engu að síður eru sífellt fleiri dæmi um að loftslagsaðgerðir skili árangri. Frá 2010 hefur kostnaður við sólar- og vindorku og rafhlöður lækkað um allt að 85%. Stefnumótum og lagasetning hefur greitt fyrir bættri orkunýtingu, minnkað skógareyðingu og hraðað notkun endurnýjanlegrar orku.
„Við stöndum á krossgötum. Þær ákvarðanir sem við tökum nú geta tryggt okkur lífvænlega framtíð. Við höfum þau tæki sem til þarf og þekkinguna til að takmarka hlýnunina,“ sagði Heosung Lee, formaður Loftslagsnefndarinnar á blaðamannafundi til að fylgja skýrslunni úr hlaði. „Loftslagsaðgerðir margra ríkja eru mér hvatning. Það eru dæmi um stefnumótun og nýjar reglur og inngrip á markaði sem hafa reynst skilvirk. Ef hert er á þessu og þessu beitt víðar og jafnar, er hægt að minnka losun meira og glæða nauðsynlega nýsköpun.“
195 aðildarríki Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna lögðu blessun sína yfir samantekt skýrslu þriðja vinnuhóps nefndarinnar um mildun áhrifa loftslagsbreytinga í dag. Þetta er þriðji hluti sjötu matskýrslu IPCC, sem lokið verður á þessu ári.
Í öllum greinum er hægt að minnka losun um helming fyrir 2030.
Ef setja á skorður við hlýnun jarðar, er þörf á meiri háttar umskipum í orkugeiranum. Þetta krefst umtalsverðrar minnkunar notkunar jarðefnaeldsneytis, aukinnar rafvæðingar, bættrar orkunýtingar og notkun annars eldsneytis (til dæmis vetnis).
„Með réttri stefnumótun, innviðum og tækni til að greiða fyrir breytingum á lífsstíl okkar og hegðun er hægt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 til 70% fyrir 2050,“ sagði annar formann þriðja vinnuhóps LoftslagsnefndarinnarPriyadarshi Shukla.