Sífellt algengara verður að leitað sé til dómstóla til að reyna knýja ríkisstjórnir og fyrirtæki tll að takast á við loftslagsbreytingar.
Jafnt börn sem frumbyggjar hafa höfðað mál. Þettta kemur fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP). Þar kemur fram að síðustu fjögur ár hafa verið höfðuð 1550 mál af þessu tagi í 38 ríkjum. Þar að auki hefur eitt verið höfðað fyrir Evrópudómstólnum. Flest málin eru í Bandaríkjunum eða 1200 en 350 samtals í öllum öðrum ríkjum.
Tölurnar eru miðaðar við 1.júlí 2020. Nýverið sýknaði hæstiréttur Noregs ríkið í loftslagsmálaferlum. Þar var því haldið fram að olíuleit bryti í bága við rétt íbúa til óspillts umhverfis.
Tvöföldun frá 2017
Í skýrslunni er bent á að málafjöldinn hafi tvöldast frá því sambærileg úttekt var gerð 2017.
„Þessi flóðbylgja mála hefur ýtt undir löngu tímabærar breytingar,“ segir Inger Andersen forstjóri UNEP. „Skýrslan sýnir að loftslagsmálaferli hafa þvingað ríkisstjórinir og fyrirtæki til að taka upp metnaðarfyllri aðgerðir til að milda og aðlagast loftslagsbreytingum..“
Flest mál hafa verið höfðuð gegn yfirvöldum hvort heldur sem er ríkis- eða sveitarstjórnum. Einnig hefur fyrirtækjum verið stefnt fyrir að láta undir höfuðst leggjast að taka tillit til loftslagsins við ákvarðanatöku og fyrir að leyna loftslagsáhættu fyrir hluthöfum.