Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Loftslagsmál. Tveimur Norðurlandanna, Íslandi og Danmörku, hlotnast sá heiður að ávarpa sérstakan leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna sem kenndur er við metnað í loftslagsmálum. (UN Climate Ambition Summit.) Fundurinn er haldinn á vettvangi 78.Allsherjarþingsins, sem nú stendur yfir.
Öfugt við flesta loftslagsfundi eru þeir sérstaklega valdir á mælendaskrá sem eru í framvarðasveit í loftslagsmálum og hafa svarað kalli aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um skjótari aðgerðir til höfuðs loftslagsvánni.
Þegar António Guterres æðsti yfirmaður samtakanna boðaði til metnaðarfundarins í desember síðastliðnum sagði hann ætlaðist til að fundurinn snérist um raunverulegar aðgerðir án undantekninga eða málamiðlana.
„Það verður ekkert pláss fyrir þá sem eru á undanhaldi, stunda grænþvott, kenna öðrum um eða kynna gamalt vín á nýjum belgjum; aðgerðirnar frá í fyrra í nýjum umbúðum,“ sagði Guterres.
Ríki héruð og stofnanir
Á meðal ræðumanna eru bæði fulltrúar ríkisstjórna og héraða, auk leiðtoga úr atvinnulífinu, fjármálastofnunum og borgaralegu samfélagi. Öllum ber að kynna metnaðarfullar aðgerðir, áætlanir og stefnumótun. Með þeim hætti er leiðtogafundinum ætlað að heiðra nýjar lausnir og vera öðrum leiðtogum til fyrirmyndar um að herða sig og ganga til liðs við úrvalsssveitina.
Af þeim fjörutíu sem valin hafa verið á mælendaskrá koma tólf frá Evrópu. Þar á meðal eru, auk Norðurlandanna tveggja, Evrópusambandið, Lundúna-borg, Frakkland og Þýskaland, en ekki Bretland. Tryggingafyrirtækið Allianz á fulltrúa, Kaliforníu-ríki, Alþjóðabankinn og Alþýðuhreyfing Asíu um skuldir og þróun.
Nálgasdt má frekari upplýsingar um Loftslags-metnaðarfundinn hér.
Og fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu hér.