Lilja minnti á flutninga norræna manna til Íslands

Lilja ræða á þingi

20.september 2016. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra sagði að ekki væri hægt að takast á við mikinn fjölda flótta- og farandfólks í heiminum í dag, án þess að grafast fyrir um rætur vandans, í ræðu sinni sinni á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um flótta- og farandfólk í New York í gær.

„Þar sem ójöfnuður er rót vandans, verðum við að auka jöfnuð. Við verðum að uppræta örbirgð í heiminum og fjölga tækifærum. Á sama tíma verður við að tryggja fullnægjandi og réttlátan ramma utan um flutninga fólks bæði lagalega og í reynd,“ sagði Lilja.

Hún sagði að fólksflutningar í stórum stíl væru ekki slæmir í eðli sínu og minnti á að mörg samfélög nútímans hefðu orðið til við umfangsmikla þjóðflutninga.

„Ég stend hér sem utanríkisráðherra Íslands vegna þess að fyrir ellefu hundruð árum, lögðu hópur norrænna karla og kvenna í hættulega langferð í leit að betra lífi. Ísland, algjörlega óbyggð eyja, varð nýtt heimili þeirra.“

Mynd: Lilja Alfreðsdóttir ávarpar leiðtogafundinn. UN Photo/Laura Jarriel.