Líbanon: brýnnar aðstoðar er þörf

Maður klifrar í rústum húss í suður-Beirút.
Maður klifrar í rústum húss í suður-Beirút. © UNICEF/Dar al Mussawir/Ramzi Haidar

 Líbanir sem flosnað hafa upp vegna loftárása Ísraela undanfarna daga segjast hafa flúið algjöra tortímingu.” Enn berast fréttir af flugskeytaárásum Hesbolla á Ísraela og átökum í návígi við svokallaða bláu línu“ í Líbanon.

Með því er átt við markalínu sem dregin var árið 2000 og eru ekki eiginleg landamæri Ísraels og Líbanons. Friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna UNIFIL hefur þar eftirlitshlutverki að gegna.

Átökin hafa maganst á skömmum tíma og heilsugæsla hefur ekki undan að sinna særðum. 37 heilsugæslustöðum hefur verið loka af öryggisástæðum. Þá eru 300 þúsund manns vatnslausar eftir loftárásir á vatnsveitur.

Húsarústir í suðurhluta Beirút.
Húsarústir í suðurhluta Beirút. Mynd: © UNICEF/Dar al Mussawir/Ramzi Haidar

Skelfilegar afleiðingar

Rúmlega hundrað fimmtíu og fjögur þúsund manns hafa leitað skjóls á 851 stað, meðal annars skólum. Rúmlega 70% skýlanna eru full og örfá þeirra búa yfir hreinlætis- og salernisaðstöðu, heitu vatni og húshitun. Aðrir hafa leitað á náðir venjulegra fjölskyldna og búa margir við mikil þrengsli.

Að sögn Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, eru afleiðingar átakanna „skelfilegar” og enn halda árásirnar áfram. Flóttamannahjálpin segir að flóttafólkið þurfi á brýnni aðstoð að halda. Allt vantar: mat, hreinlætisaðstöðu og læknishjálp.

Ótti barnanna

„Móðir mín sagði okkur að pakka í hvelli og við flúðu að Heiman í skyndingu,” sagði Zeinab fjórtán ára við vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eftir hræðilega ferð til Beirút, tók ekki betra við því sprengingar kváðu við “allit í kringum okkar.”

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur komi aðstoð til nærri hundrað og þrjátíu þúsund manns. Hér er um að ræða heitar máltíðir, matarpakkar, brauð, samlokur og reiðufé, að því er fram kemur hjá WFP á Twitter.

„Öryggisástandið fer síversnandi og matvælaástandið versnar í takt við það,“ sagði Corinne Fleischer hjáj WFP. Hún hvatti deilendur til að leyfa óhindraðan aðgang mannúðarstofnana að þurfandi fólki.