Leiðtogafundur um framtíðina: „Sköpum framtíð sem hæfir barnabörnum okkar,” segir Guterres

Blaðamannafundur Guterres 18.september.
Blaðamannafundur Guterres 18.september. Mynd: UN Photo/Mark Garten

Leiðtogafundur um framtíðina er tækifæri sem hverri kynslóð gefst einu sinni til að takast á við núverandi og komandi áskoranir í heiminum og endurbæta úreltar alþjóðlegar stofnanir, segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

 Guterres hélt blaðamannafund í New York í gær en samningaviðræður um niðurstöður Leiðtogafundarins um framtíðina, eru nú á síðustu metrum. Fundurinn hefst á sunnudag 22.september og stendur í tvo daga.

Leiðtogafundur um framtíðina

„Ég hef ein skilaboð í dag: hvatningu til aðildarríkjanna að vinna að málmiðlunum. Við þurfum að sýna heiminum hverju við getum áorkað þegar við vinnum staman,“ sagði hann.

Þýðingarmikið fyrsta skref

Hann telur Leiðtogafundinn um framtíðina „þýðingarmikið fyrsta skref í þá átt að alþjóðlegar stofnanir öðlist meira lögmæti, séu skilvirkari og henti betur heim dagsins í dag og morgundagsins,“ sagði Guterres.

„Við getum ekki skapað framtíð í þágu barnabarna okkar með kerfi sem ætlað var öfum okkar og ömmum,“ sagði hann.  „Fundurinn má ekki mistakast.“

Guterres á blaðamannafundinum. Vinstra meginn við hann er Melissa Fleming framkvæmdastjóri samskipta hjá SÞ og talsmaður Guterres Stéphane Dujarri
Guterres á blaðamannafundinum. Honum á  hægri hönd er Melissa Fleming framkvæmdastjóri samskipta hjá SÞ og talsmaður Guterres Stéphane Dujarric honum á vinstri hönd. Mynd: Mark Garten.

Það starf sem þegar hefði verið unnið í aðdraganda fundarins gæfi til kynna að „möguleikar væru á gegnumbroti á mikvilvægum sviðum.”

Hér vísaði hann sérstaklega til „ákveðnasta stuðningi við umbætur á Öryggisráðinu á æviskeiði heillar kynslóðar – og áþreifanlegustu skref í átt til stækkunar ráðsins frá 1963.“

Einnig nefndi hann fyrstu aðgerðir til að hafa stjórn á gervigreind og öðrum tækninýjungum, auk framfara í umbótum á alþjóðlegu fjármálauppbyggingunni.

Á meðal annara málefna má nefna fjármögnun Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þroun og skuldbindingar um að þróa áætlun um aukinn stuðning við markmiðin í þróunarríkjum.

„Það væri mikill harmleikur ef þessi árangur yrði ekki að veruleika,“ sagði Guterres.

Við höfuðstöðvar SÞ í New York.
Við höfuðstöðvar SÞ í New York. Mynd: UN Photo/Rick Bajornas

Áskoranir, kreppur og átök

Guterres sagði að Leiðtogafundurinn gæti „skipt sköpum” vegna þess að „alþjóðlegar áskoranir þróuðust hraðar en við erum í stakk búin til að leysa þær.”

Hann benti á að pólitísk sundrun væri víða gegndarlaus og átök stjórnlaus, ekki sít í Úkraínu, Gasasvæðinu Súdan og víðar. Engin tök hefðu náðst á loftslagsbreytingum, ójöfnuði og skuldum. Engir vegvísar og takmarkanir væru til um þróun gervigreindar og annarar tækni.

„Kreppurnar eru innbyrðist tengdar og fóðra hverja aðra. Dæmi um það er að stafræn tækni ýtir undir upplýsinga-óreiðu og dreifir rangfærslum um loftslagsmál sem skapar vantraust og elur á sundrungu,“ sagði hann.

Umbætur á milliríkjastofnunum  

Á sama tíma byggjum við yfir alþjóðlegum stofnunum, „frá löngu horfnum tíma fyrir löngu horfinn heim,” og þær hefðu ekki í við breytingar.

Guterres sagði að margar þeirra áskoranna sem við glímdum við í dag, hefðu ekki verið til fyrir 80 árum þegar þessar stofnanir urðu til.

„Stofnendurnir vissu vel að tímarnir myndu breytast. Þeir skildu að undirliggjandi gildin eru tímalaus, en stofnanirnar sjálfar gætu ekki verið frosnar í tíma.“

Guterres sagði að "gegnumbrot" væri mögulegt í viðræðum um yfirlýsingu leiðtogafundarins. Mynd: Mark Garten.
Guterres sagði að „gegnumbrot“ væri mögulegt í viðræðum um yfirlýsingu leiðtogafundarins. Mynd: Mark Garten.

Síbreytilegur heimur  

Hann sagði að friðflytjendur þessa tíma hefðu ekki getað gert sér í hugarlund þær breytingar sem orðið hefðu á síðustu átta áratugum.

Á þessum tíma hefðu orðið til sjálftæðishreyfingar, mörg þróunarríki hefðu gert sig gildandi efnahagslega og pólitískt og loftslagsbreytingar herjað á heiminn. Þá hefði rannsókn geimsins hafist, internetið þróast og snjallsímar og samskiptamiðlar rutt sér til rúms, auk gervigreindar.

„Við erum í sömu sporum og stofnendurnir. Við vitum ekki nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Guterres.

„Enga krystalkúlu þarf til að sjá að áskoranir 21.aldarinnar krefjast verkferla til lausna, sem eru skilvirkari og ná til fleiri. Það verður að leiðrétta alvarlegt ójafnvægi í alheimsstofnunum og uppfæra þær. Stofnunum okkar ber að nýta sérþekkingu fulltrúa alls mannkynsins.“

Þótt breytingar gerist ekki í einu vetfangi „geta þær byrjað í dag.“

Fjarfundur til undirbúnings leiðtogafundinum.
Fjarfundur til undirbúnings leiðtogafundinum. Mynd: UN Photo/Manuel Elías

Ljúka ber verkinu 

Búist er við að aðildarríki Sameinuðu þjóðanna muni samþykkja á fundinum Sáttmála framtíðarinnar (Pact for the future) með Stafrænum sáttmála (Global Digital Compact) og Yfirlýsingu um kynslóðir framtíðarinnar (Declaration on Future Generations)  í viðaukum .

Guterres sagðist vona að aðildarríkin myndu gera “allt sem í þeira valdi stendur,” til að sigla þessu samkomulagi í höfn.

Veraldarleiðtogar sækja fundinn

Rúmlega 130 oddvitar ríkja og ríkisstjórna munu sækja Leiðtogafundinn um framtíðina 22.-23.september, skömmu áður en almennar umræður leiðtoga hefjast á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Tveir “aðgerða-dagar” eru haldnir í aðdraganda fundarins 20.-21.september, þar sem almannasamtök (NGOs), fræðaheimurinn og einkageirinn láta til sín taka um helstu þemu fundarins.

Hér má finna síðustu endurskoðuðu uppköst að loka-yfirlýsingum fundarins (13.september 2024)

Sáttmáli framtíðarinnar (Revision 4)

Stafræni sáttmálinn (Revision 3)

Yirlýsing um kynslóðir framtíðarinnnar (Revision 3)