Bangladesh er land sem við heyrum ekki oft um í fréttum í okkar heimshluta. Þegar ríkið ber á góma kemur það oft ekki til af góðu. Norðurlandabúinn hjá Sameinuðu þjóðunum að þessu sinni er kona sem heldur því fram að við þurfum að líta Bangladesh öðrum augum. Mia Seppo er hæst setti embættismaður Sameinuðu þjóðanna á vettvangi í suð-austur-Asíuríkinu. Hún er finnsk að uppruna og hefur gegnt ábyrgðarstörfum fyrir samtökin í Malaví, Sierra Leone og Tajikistan auk höfuðstöðva Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í New York.
Síðastliðin tvö ár hefur hún samræmt störf Sameinuðu þjóðanna í Bangladesh.
Hvað felst í samræmingarstarfinu (Resident Coordinator)?
„Eftir síðustu umbætur innan Sameinuðu þjóðanna er þetta í raun fulltrúi aðalframkvæmdastjórans á vettvangi,“ útskýrir Mia Seppo. Sem slíkur leikur samræmingarstjórinn lykilhlutverk við að stilla saman strengi Sameinuðu þjóðanna . Markmiðið er að tryggja að aðstoð samtakanna rúmist innan þróunarmarkmiða landsins. Þá er það á hans könnu að samræma stuðning Sameinuðu þjóðanna við að framkvæma Heimsmarkmiðin um Sjálfbæra þróun. Jafnframt að vera málsvari alþjóðlegra viðmiða og staðla.“
Sepo er hæst setti embættismaður Sameinuðu þjóðanna í landinu. Hún ber því ábyrgð á samræðu á milli samtakanna og ríkisstjórnarinnar og leiðir samræmingu þróunarstefnunnar.
Hún hefur búið í Bangladesh frá því í október 2017 og bendir á að ríkið standi nú á krossgötum í þróun sinni.
„Ímynd Bangladesh er að mörgu leyti úrelt. Ég hef starfað í sumum af vanþróuðustu löndum heims. Bangladesh er sérstaklega áhugavert land fyrir fagmenn í þróunarmálum. Þetta er ríki sem hefur afsannað allar hrakspár frá því landið varð stjálfstætt árið 1971. Síðastliðið ár var Bangaldesh í fyrsta skipti ekki lengur talið til hóps vanþróuðustu ríkja. Það segir skilið við þann flokk að fullu og öllu 2024 ef svo fer fram sem horfir.
Þetta er ótrúlegur árangur. Bangladesh hefur tekist að draga úr mæðradauða. Landið hefur komið konum í borguð störf innan formlega geirans, ekki síst í fataiðnaði. Börn og þá sérstaklega stúkur ganga í skóla og svo framvegis.
Fataiðnaður
Þær áskoranir sem framundan eru lúta að því að skjóta fleiri stoðum undir efnahagslífið. Það er of háð fataiðnaðinum og því sem landsmen sem vinna erlendis senda heim.
Umræðan um loftslagsmál á Norðurlöndum er stundum býsna abstrakt. Að Gretu Thunberg undanskilinni, er oft eins og hún fjalli um fjalægan raunveruleika. Í Bangladesh eru loftslagsbreytingar áþreifanlegar á hverjum einasta degi og beint fyrir framan nefið á manni. Milljónir manna finna fyrir því í sínu eigin lífi hve landið stendur höllum fæti vegna loftslagsbreytinga. Milljónir manna þurfa að flytja búferlum vegna loftslagsins. Þetta á eftir að verða ein mesta áskorun landsins og þrándur í götu framþróunar. Og þá eru ekki siður mörg mannréttindamál og mál sem tengjast stjórnarháttum ekki síður áþreifanleg vandamál.“
Stuttu áður en Seppo var skipuð í núverandi starf sitt flúðu milljónir manna af kyni Rohyngja til Bangladesh frá nágrannaríkinu Myanmar.
„Bangladesh hefur haldið landamærum sínum og Myanmar opnum. Það eru ekki mörg ríki sem gera slíkt í dag. Vandinn hefur verið til staðar í marga áratugi. Upp úr sauð með miklum hvelli og af stærðargráðu sem ekki hafði sést áður í ágúst 2017. Þetta er auðvitað mikil áskorun.
Mannúð í verki
Að mörgu leyti hefur Bangladesh verið til fyrirmyndar og sýnt mannúð í verki og mannlega samstöðu. Landið á skilið stuðning af hálfu alþjóðasamfélagsins við að axla þessa byrði. Við verðum að halda áfram að finna lausn á þessum vanda. Einnig ber að draga þá til ábyrgðar sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum. Þær lausnir verður að finna í Myanmar.
En það er vert að hafa í huga að flóttamennirnir eru ein milljón og íbúar Bangladesh eru 164 milljónir. Það er svo margt að gerast í Bangladesh. Það er ríki sem einblínir á öran hagvöxt og nauðsyn þess að auka fjölbreytni atvinnulífsins. Ört vaxandi hagkerfi felur vissulega í sér tækifæri. En það er líka áskorun að skilja engan eftir; að tryggja að vöxturinn feli í sér bæði jöfnuð og sjálfbærni.
-Eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Bangladesh ber á góma er slysið á Rana Plaza þegar 1135 létust og 2500 slösuðust þegar verksmiðja hrundi. Hefur þetta orðið til að beina kastljósi að slæmum aðbúnaði iðnverkafólks í landinu?
Ran plaza
„Ran plaza slysið var fataiðnaðinum mikið áfall. Síðan hefur mikið verk verið unnið í þá veru að að tryggja að framleiðsla sé í samræmi við staðla og öryggi sé haft að leiðarljósi. Fleiri verksmiðjur eru græn-vottaðar í Bangladesh en víða annars staðar í þessum heimshluta, en það er lítt þekkt annars staðar. Auðvitað er leiðin framundan torsótt Það er ástæða til að hafa áhyggjur af réttindum verkalýðsfélaga og því hvort laun verkafólks nægir þeim til að spara og bæta líf sitt. En það eru líka mikil sóknarfæri í því að færa framleiðslu tilbúins fatnaðar á næsta stig sjálfbærrar tísku og innlendrar hönnunar. Það þarf að uppfæra ímynd Bangladesh, svo mikið er víst.“
-Mia Seppo hefur látið draum sinn rætast því hana dreymdi um á táningsaldri að ganga til liðs við Sameinuðu þjóðirnar.
Æskudraumur
„Mig dreymdi um að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar einn góðan veðurdag. Ég held að þetta hafi snúist um að vilja vera hluti af einhverja stærra en maður sjálfur er. Að vera hluti af samtökum sem eru merkisberar réttinda og réttlætis og vinna í þágu þeirra sem minnst mega sín. Og þrátt fyrir allar áskoranirnar eru þær enn stofnun sem á sér engan líka. Þetta er tuttugasta árið mitt. Mér finnst það enn vera forréttindi að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Og get áreiðanlega talið á fingrum handa minna þá daga sem mér hefur leiðst í starfi. Ég hef verið svo lánsömu að hafa fengið áhugaverð verkefni. Fáar stofnanir eru sambærilegar Sameinuðu þjóðunum að því leyti við höfum svo mikil tækifæri til að starfa með fjölbreytilegum samstarfsaðilum. Allt frá borgaralegu samfélagi til fræðaheimsins og einkageiranum til ríkisvaldsins.
Sameinuðu þjóðirnar þurfa á breytingum og endurnýjan að halda til að eiga áfram erindi. Stundum mistekst okkur sem fagmönnum og stofnunum. En við megum aldrei hætt að reyna og gera okkar besta.“
Myndir: UN og Bangladesh: World fish / https://creativecommons.org/licenses/by-nc-nd/2.0/