15.desember 2016. Góður súkkulaðimoli er í margra huga punkturinn yfir i-ið eftir velheppnaða jólamáltíð.
Það gæti hins vegar spillt meltingunni, að hugsa til þess að súkkaliðið er oft og tíðum afurð barnaþrælkunnar. Talið er að meir en 200 þúsund börn vinni á plantekrum við að tína kakóbaunir, helsta hráefnið í súkkulaði, á Fílabeinsströndinni einni saman.
Í vestur-Afríku er kakó-iðnaðurinn mjög háður vinnuafli barna og gengið seinlega að vinna bragarbót á þessu, þrátt fyrir nokkrar tilraunir eftir fjölmiðlafár fyrir um áratug.
Súkkulaðiframleiðendur sáu sig knúna til að grípa til aðgerða, enda höfðuðu neytendur sums staðar dómsmál. Efnt var til alþjóðlegs samstarfs ( International Cocoa Initiative (ICI)) og tóku framleiðendur innan þeirra vébanda höndum saman við Alþjóða vinnumálastofnunina (ILO) til að berjast gegn barnaþrælkun á kakó búgörðum í Vestur-Afríku.
ICI hefur frá því árið 2002 unnið að því að bæta hag barna og auka ábyrgð framleiðenda í kakó-geiranum. Nærri 70% kakóframleiðslu heimsins kemur frá Vestur-Afríku, aðalega frá Gana og Fílabeinsströndinni.
Myndir: Lesleyk https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/
Giulian Frisoni https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/