skýrslunni Konur heimsins 2005: Framþróun í tölfræði sem Efnahags og félagsmálassvið Sameinuðu þjóðanna gaf út í dag er kastljósinu beint að tölfræði til að meta stöðu kynjanna.
Í skýrslunni er farið yfir þá tölfræði sem fáanleg er í þjóðlöndum og árangur metinn á tímabilinu 1975 to 2003, og byggt á talnaefni frá hagstofum 204 ríkja sem láta alþjóðlega tölfræðikerfinu upplýsingar í té.
Tölfræðin sem um ræðir nær yfir mannfjölda, heilsufar, menntun og atvinnu. Einnig er farið yfir núverandi ástand tölfræði á nokkrum tiltölulega nýjum sviðum, sérstaklega ofbeldi gegn konum, fátækt, völd og ákvarðanatöku og mannréttindi.
Vonir standa til að með mati á tölfræði hvers lands fyrir sig sé hægt að komast að raun um að hve miklu leyti sé raunsætt að byggja á þeirri tölfræði til að geta kyngreint viðmið Þúsaldarmarkmiða í hverju
ríki fyrir sig. Þetta myndi auðvelda að skilgreina þau svæði þar sem tæknileg aðstoð er brýnust. Sérfræðingar í jafnréttismálum geta einnig notað skýrsluna sem tæki til að bæta kynjatölfræði.
Frekari upplýsingar um skýrsluna, ítarefni, fréttatilkynning og fleira:
http://unstats.un.org/unsd/demographic/products/indwm/wwpub.htm