Konur aðeins 10% ræðumanna í leiðtoga-umræðum

Maria Malmer Stenergard utanríkisráðherra Svíþjóðar í ræðustól á 79.Allsherjarþinginu.
Maria Malmer Stenergard utanríkisráðherra Svíþjóðar í ræðustól á 79.Allsherjarþinginu. UN Photo/Loey Felipe

79.Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Jafnréttismál.

Maria Malmer Stenergard utanríkisráðherra Svíþjóðar gagnrýndi hve hlutfallslega fáar konur hafi verið í hópi ræðumanna í svokölluðu almennum umræðum leiðtoga á 79.þingi Sameinuðu þjóðanna, sem standa yfir í þessari viku.

„Konur eru 50 prósent mannkyns, en samt sem áður eru innan við 10 prósent ræðumanna í þessari viku konur. Það er hægt að gera miklu betur,“ sagði Stenergard í ræðu sinni í umræðunum fimmtudaginn 26.septembrer.

Viola Amherd foseti Sviss.
Viola Amherd foseti Sviss. Mynd: UN Photo/Loey Felipe

Sem dæmi má nefna voru Viola Amherd forseti Sviss og Iris Xiomara Castro Sarmiento forseti Honduras einu konurnar í hópi meir en fimmtíu þjóðhöfðingja í hópi ræðumanna. Almennu umræðurnar halda áfram föstudag, laugardag og mánudag og því eru ekki öll kurl komin til grafar. Þjóhöfðingar tala hins vegar fyrstir samkvæmt prótókol og því má búast við að konum í þeim hópi fjölgi ekki.

Iris Xiomara Castro Sarmiento forseti Hondúras
Iris Xiomara Castro Sarmiento forseti Hondúras. Mynd: UN Photo/Loey Felipe

Efnahagslegur ávinningur jafnréttis kynjanna

Þótt núverandi ríkisstjórn Svíþjóðar kenni utanríkisstefnu sína ekki lengur við femínísma, eins og forveri hennar, er jafnrétti kynjanna enn sem fyrr forgangsatriði.

„Ég er sammála aðalframkvæmdastjóranum um að andstaða við jafnrétti kynjanna í heiminum fer vaxandi. Það er ástæða þess að kynjajafnrétti er eitt höfuðatriði sænskrar utanríkisstefnu,“ sagði  Stenergard.

Maria Malmer Stenergard vakti athygli á hve fáar konur hafa verið í hópi ræðumanna
Maria Malmer Stenergard vakti athygli á hve fáar konur hafa verið í hópi ræðumanna. Mynd: UN Photo/Loey Felipe

Enn benti hún á að þau ríki, sem standa vörð um réttindi kvenna og stúlkna, eru ekki aðeins í úrvalssveit frelsis og mannréttinda. Þau njóta einnig ávinnings af meiri þátttöku í vinnumarkaði og auknum hagvexti.

„Virðing fyrir mannréttindum, og að hlúð sé að kynferðis- og frjósemisheilbrigði og réttindum ungra stúlkna og kvenna, eru áþreifanleg dæmi um eflingu jafnréttis kynjanna,“ sagði utanríkisráðherrann. „Þetta er það sem ég vil í framtíð dóttur minna og sömuleiðis dætra annara.“

Sjá nánar um ræðu sænska utanríkisráðherrans hér.