
Einnar-mínútu-könnun um afstöðu til alþjóðamála er nú aðgengileg á íslensku aðal-heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.
Í tilefni af 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna á þessu ári var hleypt af stokkunum um áramótin umfangsmestu samræðu sem um getur um alheimssamvinnu með það fyrir augum að móta betri framtíð í þágu allra.

Allt árið 2020 munu Sameinuðu þjóðirnar efna til samræðna á ýmsum vettvangi um allan heim.
Allir geta svarað könnuninni hér, en einnig verða gerðar skoðanakannanir í fimmtíu ríkjum. Síðan verður beitt gervigreind til þess að rannsaka þær skoðanir sem birtast í bæði hefðbundnum fjölmiðlum og samskiptamiðlum í sjötíu ríkjum. Með þessu móti verður safnað upplýsingum til að kanna afstöðu fólksins til málefna sem brenna á allri heimsbyggðinni. Þessu verður síðan safnað saman sem innleggi í umræðu um stefnumótun heimafyrir og á alþjóðavettvangi.
António Guterres a’alframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun afhenda oddvitum ríkja og ríkisstjórna og hátt settum embættismönnum samtakanna þær hugmyndir og skoðanir sem safnað hefur verið á leiðtogafundi til að minnast 75 ára afmælisins 21.september 2020.
Þeim sem vilja taka þátt í umræðunni er bent á eftirfarandi heimasíðu: www.un.org/UN75 og könnunina á íslensku hér. https://un75.online/?lang=isl