Kona er drepin á tíu mínútna fresti

 Nærri þriðja hver kona sætir ofbeldi á æfiskeiði sínu. Stúlkur eru sérstaklega útsettar fyrir ofbeldi og fjórða hver unglingsstúlka hefur orðið fyrir ofbeldi af hálfu ástvinar. Slíkri ofbeldishrinu lýkur í tilfelli þúsunda kvenna með því að ástvinur eða ættingi bundur enda á líf þeirra. Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi er haldinn 25.nóvember. Þema dagsins í ár er kvennamorð.

Kvennamorð felur í sér að kona eða stúlka er myrt vitandi vits vegna kynferðis hennar. Þetta er alheimsvandamál og er grimmilegasta, sýnilegasta og öfgafyllsta dæmi kynbundins ofbeldis sem konur og stúlkur mega þola.

Í dag, 25.nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi hefst sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi fram að alþjóðlega mannréttindadeginum 10.desember. Í átakinu í ár er lögð áhersla á kvennamorð.

Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi.
Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Mynd: UN Women/Johis Alarcón

25 ára afmæli baráttudagsins

UN Women á Íslandi gengst fyrir árlegri ljósagöngu á alþjóðlega baráttudeginu 25. nóvember kl. 17:00 (sjá hér).

25 ár eru liðin frá því að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákvað að 25.nóvember skyldi vera alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þessi dagur varð fyrir valinu í minningu Mirabal-systranna sem voru myrtar í Dóminíkanska lýðveldinu á þessum degi árið 1960. Nú, árið 2024, eru konur og stúlkur enn myrtar sökum kynferðis þeirra.

Konur sem taka þátt í opinberu lífi, hvort heldur sem er í stjórnmálum, mannréttindabaráttu eða fjölmiðlum sæta oft ofbeldi innan sem utan netsins. Stundum kostar það þær lífið.

Ekkert lát á kvennadrápum

Kvenna- og stúlkna dráp færast í aukana. Nærri 89 þúsund konur og stúlkur voru drepnar árið 2022 og er það hæsta tala sem um getur síðastliðin 20 ár.

Konur eru í sérstakri hættu á heimilum sínum. 55% allra kvennamorða eru framin á heimilum af ástvini eða ættingjum. Aðeins 12% karlamorða eiga sér stað á heimilinu.

Kvennamorð er alheimsvandamál sem snerti öll lönd og alla heimshluta og fela í sér grimmasta birtingarform ofbeldis gegn konum og stúlkum.

Staðreyndir um ofbeldi gegn konum:

  • Ofbeldi gegn konum á heimsvísu: talið er að 736 milljónir kvenna eða nærri ein af hverjum þremur sæti líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi að minnsta kosti einu sinni á æfinni (30% kvenna 15 ára eða eldri).
  • Ofbeldi af hálfu ástvinar: Flest ofbeldsverka gegn konum eru framin af núverandi eða fyrrverandi eiginmönnum eða elskhugum Rúmlega 640 milljónir kvenna, 15 ára eða eldri, hafa orðið fyrir slíku ofbeldi.
  • Þótt 55% kvennamorða séu framin af ástvini eða ættinga er sambærilegt hlutfall aðeins 12% hjá körlum.
  • Sjá einnig hér.