A-Ö Efnisyfirlit

Klósett bjarga mannslífum

Já þú last þetta rétt: aðgangur að salerni getur bjargað hundruð milljóna mannslífa á ári hverju.

Salerni eru ekki bara til þæginda. Klósett bjarga mannslífum, vernda virðingu manneskjunnar og skapa tækifæri. Það eru mannréttindi að njóta salernisaðstöðu. Engu að síður býr meir en helmingur mannkyns ekki svo vel að njóta öruggrar hreinlætisaðstöðu.

Klósettdagurinn

Á alþjóðlega salernisdeginum 19.nóvember er ástæða til að minna á vanda sem margir hafa tilhneigingu til að leiða hjá sér. Í dag lifa 4.2 milljarðar manna án þess að hafa aðgang að lágmarks öruggri hreinlætisaðstöðu.

Af þeim þurfa 673 milljónir að ganga örna sinna undir beru lofti. Þrjár milljónir njóta ekki aðstöðu til að þvo sér um hendur. Að ráða bót á hreinlætisvanda heimsins er hluti af Heimsmarkmiðunum um Sjálfbæra þróun. Einkum markmiði númer 6 en þar er heitið hreinlæti fyrir alla fyrir 2030.

Örugg hreinlætisaðstaða þýðir að hver og einn þurfi ekki að deila salernis- og hreinlætisaðstöðu með öðrum heimilum og tryggt sé að fólk komist ekki í snertingu við saur sem hreinsaður sé á taðnum á öruggan hátt eða berist á tiltekna hreinsunarstaði. Þetta er þýðingarmikið til að vernda fólk og umhverfi fyrir sýkingu.

Af hverju?

En af hverju stýring á hreinlætisaðstöðu svo mikilvæg? Ófullnægjandi salernisaðstaða hefur í för með sér að sjúkdómar berast úr óunnum mannlegum úrgangi í vatnsból og inn í fæðukeðjuna og þar með til milljarða manna.

Á heimsvísu er talið að, að minnsta kosti 2 milljarðar verði að sætta sig við drykkjarvatn sem mengað er mannasauri vegna skorts á salernum og hreinlæti. Salernisskortur er talinn valda 432 þúsund dauðsföllum úr niðurgangspestum á ári og er stór orsakavaldur í útbreiðslu innvortis orma, egypsks augnkvefs og blóðögðuveiki.

Hundruð þúsunda barna

Talið er að 297 þúsund börn undir fimm ára aldri látist af völdum niðurgangspesta sem rætur eiga að rekja til óheilnæms drykkjarvatns og skorts á salernis- og hreinlætisaðstöðu.

Fátækt fólk og aðrir sem höllum fæti standa, eru mun líklegri til að fylla þann flokk sem ekki hefur aðgang að fullnægjandi salernis- og hreinlætisaðstöðu.

Alþjóðlegi salernisdagurinn er haldinn ár hvert til þess að hvetja til aðgerða til þess að ráða bót á þessum alheimsvanda. Að þessu sinni er kastljósinu beint að því að enginn sé skilinn eftir, þar á meðal fólk sem lifir á jaðri samfélagsins eða á afskekktum stöðum. Þetta er sama fólk og oft og tíðum líður fyrir alvarlegustu afleiðingar skorts á hreinlætisaðstöðu. Að tryggja þeim sem helst hafa afturúr er ekki aðeins þungt á metunum fyrir þeirra eigin heilsu, heldur fyrir samfélagið í heild sinni. Heilsufars-ávinningur hreinlætisaðstöðu kemur ekki til skila að fullu fyrr en allir njóta hreinætisaðstöðu.

Hvað getur þú gert?

• Þú getur kynnt þér málefnið með því að lesa greinar og talnaefni á worldtoiletday.info.
• Kynnt málefnið á samfélagsmiðlum með því að nota efni sem unnið er fyrir Alþjóða salernisdaginnn og reynt að efna þannig til umræðu, sjá hér.
• Gripið til aðgerða með því að gangast fyrir eða sækja samkomur og notað efni sem finna má hér.
• Eða gripið til annara aðgerða í þágu heimsmarkmiðs númer 6.

Fréttir