Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur skipað Kjell Magne Bondevik, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs sérstakan erindreka sinn í mannúðarmálum fyrir löndin við suðurenda Rauðahafs, en þar herja þurrkar og fæðuframboð er ótryggt.
Meir en fjörutíu present af íbúum svæðisins eru vannærðir en löndin við suðurenda Rauðahafs, Sómalía, Kenía , Djibouti og Eþíópía teljast með ótryggustu löndum hvað fæðuframboð varðar. Matvæla og landbúnaðarstofnunin telur að miklir þurrkar ógni lífi 11 milljóna manna í löndunum fjórum. Þetta bætist ofan á viðvarandi vannæringu, sjúkdóma, fæðuskort og áhrif átaka
Herra Bondevik mun starfa í þágu Sameinuðu þjóða kerfisins, ríkisstjórna landanna sem um ræðir, aðstoðargefenda, frjálsra félagasamtaka og annara innan borgarlegs samfélags til að tryggja skilvirka mannúðaraðstoð. Hann mun aðstoða ríkisstjórnirnar við að efla heildstæðar áætlanir til að tryggja fæðuöryggi, með það sérstaklega í huga að ráðast að rótum viðvarandi fæðuskorts. Honum er ætlað að styrkja svæðisbundna samvinnu í útvegun fæðu og vera málsvari fjáröflunar til lengri tíma og tæknilegrar aðstoðar frá fjölþjóða og tvíhliða veitendum aðstoðar til stuðnings tilraunum á hverjum stað til að draga úr óöryggi í útvegun fæðu.
Herra Bondevik tekur við af Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands en hann var skipaður í nóvember sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í viðræðum um stöðu Kosovo.
Herra. Bondevik var forsætisráðherrra Noregs frá 1997 til 2000 og frá 2001 til 2005. Eftir að hann lét af embætti stofnaði hann í Osló Miðstöð friðar og mannréttindi og er forseti þeirra stofnunar.