Sérfræðingateymi frá Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni (IAEA)er á leið til Zaporizhzya kjarnorkuversins í Úkraínu. Úkraínumenn og Rússar hafa undanfarið sakað hvorn annan um stórskotaliðsárásir á verið.
Rússar hertóku Zaporizhzya-kjarnorkuverið skömmu eftir innrás sína í Úkraínu.
Rafael Grossi forstjóri Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar fer fyrir 13 manna sendisveit og er markmið hennar að “tryggja öryggi” versins, að því er hann segir á Twittyer.
Grossi segir að sveitin verði komin á leiðarenda síðar í vikunni. Hún mun meta skemmdir sem orðið hafa og hvort öryggiskerfi séu virk.
Upplýsingar frá Úkraínu og Rússlandi hafa stangast á og því taldi stofnunin n nauðsynlegt að senda sitt fólk á staðinn.
Útflutningur á Svarta hafi heldur áfram
Rúmlega 1.25 milljón tonna af korni og öðrum matvælum hefur nú verið fluttur út frá Úkraínu frá því samkomulag náðist að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna um öryggi flutninga.
Sameiginlega sarmæmingarmiðstöð (JCC) Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í gær að samtals hefðu 114 skipsferðir, fram og til baka, verið samþykktir – frá því samkomulag var undirritað 27.júlí í Istanbul.
Kemur Jemen til góða
Leyfi var gefið fyrir ferðum þriggja flutningaskipa í dag með meir en 70 þúsund tonn af matvælum um borð.
Þar á meðal er Karteria sem heldur til Tyrklands með rúmlega 37 þúsund tonn hveitis um borð.
“WFP, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna er kaupandinn,” segir í frétt frá JCC. “Það verður malað í Tyrklandi og því næst send sjóleiðina til Jemens.”
Annað skipð í dag er Peace M á leið frá Odesa til Constanta í Rúmeníu með tæplega 25 þúsund tonn korni og hið þriðja “Ash Baltic” á leið frá Odesa til El Dekhela, í Egyptalandi með 11 þúsund tonn af korni.