Katrín í forystusveit alþjóðlegs friðarátaks kvenna

Katrín Jakobsdóttir og Amina J. Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á fundi í Reykjavík nýverið.
Katrín Jakobsdóttir og Amina J. Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á fundi í Reykjavík nýverið. Mynd: UN Photo/Pier Paolo Cito

#WomenForPeace. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í forystu alþjóðlegs friðarátaks kvenna ásamt forsætisráðherra Barbados og forystukonum innan raða Sameinuðu þjóðanna.

Skorað er á konur að bæta einhverju hvítu við klæðnað sinn eða veifa hvítum fána á hverjum föstudegi frá og með 27.október. Tilgangurinn er að rísa upp í þágu óbreyttra borgara, ekki síst kvenna og barna, sem lent hafa í orrahríð í Ísrael og á herteknu svæðunum og öðrum átakasvæðum í heiminum.

Átakinu er hleypt af stokkunum í aðdraganda alþjóðlegrar viku Kvenna, friðar og öryggis á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Myllumerki átaksins er #WomenForPeace.

Auk Katrínar sameinast Amina J. Mohammed vara-aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Mia Mottley forsætisráðherrta Barbados og Sima Sami Bahous forstjóri Jafnréttisstofnunar Sameinuðu þjóðanna um ákall þar sem þess er krafist að blóðsúthellingar verði stöðvaðar, mannúðaraðstoð leyfð án tafar og nýjar samningaviðræður hafnar með þátttöku kvenna.

#WomenForPeace
#WomenForPeace

Konur taka höndum saman

Í tilkynningu eru konur hvattar til að ganga til liðs við kvenleiðtogana. Þær taki höndum saman þegar ófriðarbál magnist um víða veröld og segi að nú sé nóg komið. Koma þurfi á friði í því skyni að vernda óbreytta borgaa.

„Kvenleiðtogar um allan heim taka undir þær raddir sem heyrast og taka forystu um að fylkja liði í þágu friðar til að tryggja öryggi, reisn og réttindi óbreyttra borgara sem eru leiksoppar styrjalda.“

„Í dag hvetjum við alla leiðtoga til að tryggja öryggi óbreyttra borgara í Ísrael og á herteknum svæðum í Palestinu og krefjumst tafarlauss vopnahlés í mannúðarskyni.

Höfum hugfast að hvar sem átök geisa eru það konur og börn, verða harðast úti.“

#WomenForPeace leggur áherslu að konum beri að vera virkir þátttakendur í friðarviðleitni, sem mótar framtíð samfélaga þeirra, og leggja sitt af mörkur til friðsamari heims.

Skorað er á konur að taka þátt í aðgerðum og nota myllumerkið #WomenForPeace á samfélagsmiðlum.