Katrin Jakobsdóttir forsætisráðherra átti í gær fund með António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York.
Aðalframkvæmdastjórinn og forsætisráðherra skiptust á skoðunum um eflingu milliríkjsamskipta og Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en hún tekur þátt í hliðarsamkomum meðal annars í tengslum við jafnréttismál.
Almennar umræður leiðtoga hefjast á morgun og standa yfir í viku. Venju samkvæmt hefst umræðan á ræðu fulltrúa Brasilíu en næstur í röðinni er Joe Biden forseti Bandaríkjanna.
Utanríkisráðherra ávarpar Allsherjarþingið fyrir hönd Íslands laugardaginn 23.september síðdegis.