Ísland í hópi fimm rausnarlegustu gefenda í sjóði Matvælaáætlunar SÞ miðað við fólksfjölda

REYKJAVIK, 12. desember 2006 – Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP- World Food Programme)  fagnaði í dag yfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands um 3.2 milljón dollara framlag. Gjöfin jafngildir því að – sem er hvert grunnskólabarn á Íslandi sjái einu barni í heiminum fyrir daglegri máltíð í skólamáltíða-áætlun WFP.  Fénu verður varið í verkefni sem kennd eru við “mat í þágu menntunar” í Malawí og Úganda á árunum 2007 og 2008.  

Miðað við núverandi framlög kemst Ísland í hóp fimm rausnarlegustu gefenda til sjóða WFP miðað við höfðatölu. 

Á Íslandi eru 45 þúsund grunnskólanemar. Með þessari gjöf munu 45 þúsund afrísk börn fá næringu um leið og þau njóta grundvallar menntunar. 

"Þetta er mjög athyglisvert framlag” segir John Powell, varaforstjóri WFP sem sér um fjáröflun og samskipti.  "Ég tel að þessi hugmynd um að sjá jafnmörgum skólabörnum í fátækustu ríkjum Afríku og eru í landinu sjálfu, vera mjög spennandi. Ef önnur ríki fylgdu þessu fordæmi, myndi þetta vera öflugt tæki til að berjast í senn gegn vannæringu og auka skólasókn barna.”

Skólamáltíðir ýta undir skólasókn, sérstaklega skólasókn stúlkna. 
Talið era ð 400 milljónir barna í heiminum þekki það af eigin raun að leggjast til svefns hungruð og að 100 milljónir barna sæki alls ekki skóla. Þessar tölur sýna hve langt er í land að ná markmiðum Þúsaldarmarkmiðanna að helminga fátækt og tryggja að öll born í heiminum njóti grunnskólamenntunar.  

"Annað mikilvægt atriði er að skuldbinding Íslands er til meira en eins árs. Slík skuldbinding er mjög mikilvæg í starfi WFP”, segir Powell. ”WFP hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Íslands.” 

Skólamáltíða-áætlun WFP hefur reynst vera einstaklega skilvirk aðgerð til að berjast gegn hungry og hvetja til skólagöngu barna fátækra foreldra í því skyni að þau njóti að minnsta kosti lágmarksmenntunar. WFP hefur meir en 40 ára reynslu af skólamáltíðum. WFP útvegaði 21.7 milljónum barna í 74 ríkjum skólamáltíðir árið 2005. 

Þau fimm ríki sem hingað til hafa veitt  mestu fé til WFP miðað við höfðatölu eru: Lúxemborg, Noregur, Danmörk, Írland og Svíþjóð. Með þessu nýja framlagi margfaldar Ísland framlög sín til WFP en námu áður 514 þúsund Bandaríkjadölum.