Ísland varð í gær fyrsta fjárveitingaríki til að hljóta gullvottun í jafnréttismálum frá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP).
Achim Steiner forstjóri UNDP heiðraði Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur Reykfjörð lfyrir vottunina í New York í gær.
Jafnréttisvottunaráætlun (Gender Equality Seal Programme) UNDP stendur að baki vottuninni. Hún vinnur með opinberum stofnum og samtökum um allan heim að því að ná framúrskarandi árangri við að efla jafnrétti og stuðla að valdeflingu kvenna.
„Það er athyglisvert að enn búa 2.5 milljarðar kvenna í ríkjum þar sem að minnsta kosti ein lög sem fela í sér mismunun kynjanna eru enn í gildi,“ sagði Steiner forstjóri UNDP. „Þessi verðlaun eru viðurkenning fyrir frumkvöðulsstarf Íslands við að brjóta niður úreltar hindranir og vera öðrum fyrirmynd langt út fyrir landamæri sín. Í samstarfi við lykil-samstarfsaðila á borð við Ísland, styður UNDP #JafnréttisKynslóðina (#GenerationEquality) í öllum heimshornum. Þetta er þýðingarmikið í baráttuni við að uppræta sára-fátækt og hraða grænni endurreisn.“
Alþjóða jafnlaunadagurinn
Meðal annars hefur utanríkisráðuneyti Íslands verið í fararbroddi við samþykkt ályktunar Sameinuðu þjóðanna um Alþjóðlegan jafnlaunadag, sem er nú hefur verið viðurkenndur baráttudagur fyrir því að auka vitund um og minnka kynbundinn launa-ójöfnuð.
Ísland hefur stuðlað að nálgun sem felur í sér samfélagslegt átak í Malaví í þágu kynferðis- og frjósemisréttinda. Þar er stefnt að minnkun mæðradauða, auknu aðgengi að getnaðarvörnum og áætlun fjölskyldustærðar, auk baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Í Úganda hefur Ísland aðstoðað stjórnvöld við að brjóta niður félagslegar- og menningarlegar hindranir, þar á meðal að hjálpa stúlkum á blæðingum en slíkt bætir mætingu stúlkna í skóla..
Undirstrikar frumkvöðulsstarf
Jafnréttisvottun UNDP (Gender Equality Seal) veitir stofnunum viðurkenningu sem uppfylla alþjóðlega staðla um jafnrétti. Þátttakendur geta fengið brons, silfur eða gull-vottun. .