Ísland fylgjandi tillögu um að Ísrael bindi enda á hernámið

Eyiðlegging eftir árásir Ísraels á Gasasvæðið. Mynd: UNRWA
Eyiðlegging eftir árásir Ísraels á Gasasvæðið. Mynd: UNRWA

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun þess efnis að Ísrael beri að láta hertekin svæði Palestínumanna af hendi innan árs. Ísland var á meða hundrað tuttugu og fjögurra ríkja sem samþykktu ályktunina. Fjörutíu og þrjú ríki sátu hjá en fjórtán voru henni andsnúin.

Múrar loka víða íbúðasvæði Palestínumanna af á herteknu svæðunum.
Múrar loka víða íbúðasvæði Palestínumanna af á herteknu svæðunum. Mynd:UN Photo/Stephenie Hollyman

Þríklofið Evrópusamband

Ályktunin kemur í kjölfar úrskurðar Alþjóðadómstólsins í Haag þess efnis að hernám Ísraela sé ólöglegt og þeim beri að kalla her sinn heim innan árs og hætta öllu landnámi. Hún er ekki bindandi.

Af Norðurlöndunum greiddu Ísland, Finnland og Noregur atkvæði með ályktuninni en Danmörk og Svíþjóð sátu hjá.

Bandaríkin, Ísrael og tólf önnur ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni. Rússar, Kínverjar og Japanir voru henni sammála. Indland sat hjá.

Evrópusambandsríkin þríklofnuðu í afstöðu sinni. Frakkland og Spánn greiddu atkvæði með tillögunni, Þýskaland sat hjá og Tékkland og Ungverjaland voru á móti.