Hitastig í Evrópu mun hækka hraðar en heimsmeðaltalið að því er fram kemur í köflum um einstaka heimshluta í nýlegri skýrslu Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC).
„Loftslagsbreytingar eru nú skilgreindar sem neyðarástand á heimsvísu og því hefur „rauð aðvörun“ verið gefin út“, segir Selwin Hartaðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsaðgerða.
„Þessi tímamótaskýrsla tekur saman þann skaða sem þegar hefur orðið í Evrópu og búist er við að verði enn meiri.“
Hitastig mun hækka um alla Evrópu hraðar en að meðaltali í heiminum að því er fram kemur í skýrslunni. Yfirborð sjávar mun hækka alls staðar í álfunni í takt við eða meira en að meðaltali í heiminum. Eina undantekningin er Eystrasaltið.
Tíðni öfgafullra hitabylgja mun aukast á næstu áratugum og jöklar og snjóbreiður munu halda áfram að láta undan síga. Sá tími sem snjókomu gætir mun styttast.
Öfga-hiti í Evrópu
Hér eru helstu niðurstöður skýrslu IPCC um Evrópu:
- Tíðni og styrkleiki öfga-hitabylgna hafa aukist, þar á meðal í hafinu. Því er spáð sú aukning haldi áfram óháð því hversu mikil eða lítil losuna gróðurhúsalofttegunda verður. Sársaukamörk fyrir mörg vistkerfi og mannkynið eru hækkun hitastigs um 2°C eða meira.
- Tíðni mikilla kulda og frost-daga mun minnka samkvæmt öllum þeim sviðsmyndum sem rannsökuð voru í skýrslu IPCC.
- Meiri úrkomu er spáð að vetri til í norðurhluta Evrópu. Búist er við að sú minnkun úrkomu sem spáð er að sumri við Miðjarafið muni færast til norðlægari slóða. Þá má búast við fleiri ofsa-rigningum og að ár flæði yfir oftar yfir bakka sína ef hækkun hitastigs verður 1.5°C eða meiria. Þetta á við um alla Evrópu nema Miðjarðarhafssvæðið.
- Óháð því hve hlýnun jarðar verður mikil, mun yfirborð sjávar hækka alls staðar í Evrópu nema við Eystrasaltið nálægt eða meira en heimsmeðaltal. Búist er við að þessar breytingar haldi áfram eftir 2100.
- Tíðni öfgafulls veðurfars sem tengist hækkun yfirborðs sjávar mun aukast. Þetta mun birtast fyrst og fremst í flóðum við ströndina. Sendnar strendlengjur munu hörfa alla 21.öldina.
- Jöklar, sífreri og snjóþekjur munu minnka og sá tími sem snjór þekur hálendi mun styttast í hlýnandi heimi.
Líf milljarða manna í hættu
„Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar skýrsla IPCC kom út 9.ágúst.
„Hvert gráðubrot skiptir máli. Uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda hefur aldrei verið meiri í andrúmsloftinu. Öfgaveðurfar og náttúruhamfarir af völdum loftslagsins verða sífellt algengari og öflugri. Þess vegna verður Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar á árinu afar mikilvæg,” sagði Guterres.
Sjá nánar hér.