Indland lekur lokahönd á eyðileggingu efnavopna

 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði því í dag að Indland hafi rekið smiðshöggið á að eyðileggja efnavopnabirgðir sínar. Í ávarpi sínu á Minningardegi um öll fórnarlömb efnavopnahernaðar sem er í dag 29. apríl, segir framkvæmdastjórinn: “Þetta eru góð tíðindi en við skulum ekki láta staðar numið andspænis slíkri vá. Við verðum fyrst og fremst að efla alþjóðlega viðleitni til að hindra aðgang hryðjuverkamanna að efnavopnum.”  

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna kanna efnavopn í Írak 1992.

 

Indland er þriðja ríki heims sem hefur búið yfir efnavopnum en látið eyðileggja þau. 

 Aðildarríki Efnavopnasáttmálans urðu 188 nýverið þegar Bahama eyjar staðfestu sáttmálans. 

Í ávarpi sínu á minningardaginn segir Ban að á þessum degi sé “ástæða til að minnast sumra verstu óhæfuverka mannkynssögunnar, leggja mat á viðleitni til að hindra að slíkt endurtaki sig og heita því að vinna þessum málstað fylgi.”